Vistarverur | KIMI tríó | Tíbrá

Sun, 18 May, 2025 at 01:30 pm UTC+00:00

Salurinn Tónlistarhús | Kopavogur

Salurinn T\u00f3nlistarh\u00fas
Publisher/HostSalurinn Tónlistarhús
Vistarverur | KIMI tr\u00ed\u00f3 | T\u00edbr\u00e1
Advertisement
KIMI tríó frumflytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur og Kolbein Bjarnason.
KIMA tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, mezzósópran, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason.
KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér að eigin útsetningum á þjóðlagatónlist.
Hér frumflytur hópurinn tvö spennandi verk sem bæði hverfast um persónur frá dögum Rómarveldis. Í Livias Room eftir Þuríði Jónsdóttur er það keisaraynjan Lívía Drúsilla, fyrsta keisaraynja Rómarveldis og eiginkona Ágústusar keisara en í verki Kolbeins er það nautnaseggurinn og stríðsmaðurinn Markús Antóníus, hægri hönd Sesars og erkióvinur Ágústusar keisara. Þessar tvær ólíku persónur skapa áhugaverðar hliðstæður sem endurspegla ólíka stöðu kynjanna, bæði á tímum Rómarveldis sem og í sögubókunum. Verkin sýna þannig hvernig varpa má nýju ljósi á fornan arf sem vekur áhorfendur til umhugsunar og hvetur til frekari forvitni.
Verk Þuríðar byggir á leikverki eftir norska leikskáldið og rithöfundinn Lene Therese Teigen en textinn í verki Kolbeins er sóttur til Konstantinos Kavafis, eins helsta ljóðskálds Grikklands.
Á undan tónleikunum, klukkan 13:00 verður boðið upp á lifandi tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður í efnisskrá dagsins.
Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.
---
Tíbrá 2024 - 2025
Sunnudaginn 29. september kl. 13:30
Garún, Garún: John Speight heiðraður
Sunnudaginn 27. október kl. 13:30
Þorpið sefur
Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía Salómonsdóttir
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:30
Óvænt svörun
Cauda Collective
Sunnudaginn 26. janúar kl. 13:30
Ég heyri þig hugsa
Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds & Davíð Þór
Sunnudaginn 23. febrúar kl. 13:30
Tímans kviða
Píanókvartettinn Negla
Sunnudaginn 30. mars kl. 13:30
Í draumheimum
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13:30
Mánasilfur
Björg Brjánsdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir og Richard Schwennicke
Sunnudaginn 18. maí kl. 13:30
Vistarverur
KIMI tríó
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Healthy Building
Sun, 08 Jun, 2025 at 08:30 am Healthy Building

Reykjavik University

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events