Advertisement
Þann 28. mars næstkomandi verður boðið upp á notalega vortóna í Hannesarholti. Flytjendur kvöldsins er dúóið Kristína Mekkin og Alexander Grybos.
Kristína er lærður dansari og hæfileikarík söngkona sem hefur komið fram víða og bjó m.a. í London og New York, þar sem djassinn seytlaðist inn í vitundina og náði sér rótfestu í sálinni. Á undanförnum árum hefur tónlistin verið í fyrirrúmi og nú er hún lent aftur á klakanum til að ylja í okkur sálartetrið eftir veturinn.
Alexander Grybos er ungur og efnilegur gítarleikari sem hefur tekið þátt í fjölbreyttum tónlistarverkefnum með hinum ýmsu hljómsveitum og tónlistarfólki bæði hér á landi og erlendis þ.m.t. í Póllandi og New York. Síðasta sumar spreytti hann sig í djass með HAG tríóinu sem spilaði víða um land síðasta sumar.
Leiðir þeirra Kristínu og Alexanders lágu saman haustið 2024 þegar þau byrjuðu að halda innilega djass tónleika á vínbar í miðbæ Reykjavíkur.
Fjölbreytileiki djassins er það sem heillaði þau bæði, enda er takturinn reglubundin óreiða sem býður upp á bæði hjartnæm augnablik eða ævintýralegar sveiflur.
Bragur kvöldins verður í meðalhófum takti þar sem hlýjir straumar vorsins fá að læðast inn með ábreiðum af allskyns toga með djass ívafi.
Textagerð: Anný Tinna Aubertsdóttir
Mynd: Kristín S. Pétursdóttir
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland, Grundarstígur 10, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets