Upprásin | Laufkvist, glupsk og Anya Shaddock

Tue Feb 24 2026 at 08:00 pm to 10:00 pm UTC+00:00

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Harpa t\u00f3nlistar- og r\u00e1\u00f0stefnuh\u00fas \/ Harpa Concert Hall and Conference Centre
Publisher/HostHarpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre
Uppr\u00e1sin | Laufkvist, glupsk og Anya Shaddock
Advertisement
Á þessum tónleikum koma fram Laufkvist, glupsk og Anya Shaddock.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
-
LAUFKVIST
Laufkvist er grænkuband sem semur um lífið í flæði við náttúruna. Það spilar þjóðlagaskotna tónlist sem fjallar um stóra skógi, árstíðir, tilfinningar og undraverur. Verkefnið hófst 2024 þegar Francis Laufkvist, stofnandi og nafni hljómsveitarinnar, tók þátt í Músíktilraunum. Sumarið eftir varð verkefnið að hljómsveit þegar hún spilaði á grasrótartónlistarhátíðinni Hátíðni. Tónlist Laufkvist á það til að skilja hlustendur eftir með nærða sál, bros á vör og jafnvel tárvot augu.
Francis Laufkvist Kristinsbur, Víf Ásdísar Svansbur, Rósa Sif Welding Kristinsdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skipa hljómsveitina Laufkvist.
GLUPSK
Tónlist glupsk fer um víðan völl. Lögin eru samin út frá spuna og öll tónlistin er frumsamin. Í lifandi flutningi fylgja lögin skýrum strúktúr ásamt köflum sem eru í opnum spuna. glupsk vefur þessum andstæðum saman á vandaðan hátt. Tónlistin er hörð, kraftmikil og drungaleg en einnig lágstemmd, brothætt og falleg. Hún er í senn ævintýraleg og tekur reglulegar u-beygjur. glupsk sækir innblástur í jaðarrokk, frjálsan spuna, dómdagsmálm, pönk og no-wave. Hljóðheimurinn er kvikur og hljóðin eru á hreyfingu. glupsk leggur mikla áherslu á að tónlistin sé í sífelldri þróun. glupsk fer frá djössuðum spunaköflum yfir í hörð, hávær og þung rokklög.
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Guðmundur Ari Arnalds, Örlygur Steinar Arnalds og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir skipa hljómsveitina glupsk.
ANYA SHADDOCK
Anya Shaddock er 22 ára söngkona og lagahöfundur frá Fáskrúðsfirði og Boston. Hún blandar saman jazz, funk og R&B á einstakan hátt og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bæði frumsamda tónlist og magnaða sviðsframkomu. Anya Shaddock hefur unnið bæði Samfés og Nótuna, tekið þátt í Tónaflóði RÚV, komist í top 18 í Idol og gefið út plötuna Inn í borgina – sem var plata vikunnar á Rás 2 og sló í gegn á spilunarlistum. Árið 2023 kom út með von um nýjan dag með dirb og BNGRBOY. Anya semur, útsetur og framleiðir sína tónlist sjálf.
-
This concert features Laufkvist, glupsk and Anya Shaddock.
Harpa, in collaboration with the Reykjavík Music City, Rás 2 and Landsbankinn, is hosting Upprásin, a concert series dedicated to grassroots Icelandic music, across musical genres. Upprásin is now taking place for the third year in a row and a total of 27 bands will perform, three on each concert night.Ticket prices are only 2000 kr. but it is possible to contribute a higher amount during the ticket sales process, which will go directly to the artists.
LAUFKVIST
Laufkvist sings about life in flow with nature. It plays folk music that deals with the great forest, seasons, emotions and wonders. The project began in 2024 when Francis Laufkvist, the founder and namesake of the band, participated in Músíktilraunir. The following summer, the project became a band when it played at the grassroots music festival Hátíðni. Laufkvist's music has the ability to leave listeners with a nourished soul, a smile on their face and even teary eyes. Francis Laufkvist Kristinsbur, Víf Ásdísar Svansbur, Rósa Sif Welding Kristinsdóttir and Silja Höllu Egilsdóttir make up the band Laufkvist.
GLUPSK
Glupsk is a band, consisting of Vilhjálmur Yngvi Hjálmasson, Örlygur Steinar Arnalds, Guðmundur Arnalds and Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, based in Reykjavik, Iceland.The band grants themselves the freedom to explore whatever concepts, genres, or sounds that interest them at each moment. Their instruments of choice include dusty old laptops and esoteric software, though an odd instrument can find its way.
ANYA SHADDOCK
Anya Shaddock is a 22-year-old Icelandic-American singer and songwriter from Fáskrúðsfjörður and Boston, who has attracted attention for her blend of jazz, funk and R&B. In 2017, she competed in the Samfés singing competition with an original song and Nótan, winning both competitions. She has been part of RÚV's Tónaflóð and in 2022 she released her first short album. In 2023, she released a song with dirb and BNGRBOY. Later that year, she competed in Idol and reached the top 18. Anya Shaddock has released several songs, including Sweet Love and Him and I in 2022. In 2024, she released the album Inn í borgina, which contains songs about grief, loneliness and dating life in Reykjavík and was, among other things, chosen album of the week on Rás 2 and climbed various charts. Anya composes and produces her own music from scratch to release, plays instruments, records and arranges.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Caroline Shaw - Portrett
Fri, 27 Feb at 06:00 pm Caroline Shaw - Portrett

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Tom\u00e1\u0161 Hanus & Stef\u00e1n Ragnar
Thu, 05 Mar at 07:30 pm Tomáš Hanus & Stefán Ragnar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

HAM+APPARAT = HAMPARAT \u00cd ELDBORG H\u00d6RPU
Fri, 06 Mar at 08:00 pm HAM+APPARAT = HAMPARAT Í ELDBORG HÖRPU

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Uppr\u00e1sin | Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan
Tue, 10 Mar at 08:00 pm Upprásin | Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

Kian Soltani leikur Lutos\u0142awski
Thu, 12 Mar at 07:30 pm Kian Soltani leikur Lutosławski

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events