Upprásin 10. desember - Juno Paul, AfterpartyAngel og sameheads

Tue Dec 10 2024 at 08:00 pm UTC+00:00

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre
Publisher/HostHarpa Reykjavik Concert and Conference Centre
Uppr\u00e1sin 10. desember - Juno Paul, AfterpartyAngel og sameheads
Advertisement
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Á þessum tónleikum koma fram Juno Paul, AfterpartyAngel og sameheads
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

Juno Paul
Juno Paul spilar blöndu af raftónlist og rokki, en hann hefur getið sér gott orðspor innan íslensku grasrótarinnar, þá helst fyrir kraftmikla og í sumum tilvikum hættulega sviðsframkomu. Juno Paul gaf nýverið út plötuna “Gimp” sem hefur notið vinsælda meðal áheyrenda. Í bandinu er auk Juno Paul trommarinn Rósa Kristinsdóttir.
AfterpartyAngel
Framúrstefnupoppsveitin AfterpartyAngel er verkefni Elísabetar Birtu Sveinsdóttur, gjörninga- og myndlistarmanns, en hljómsveitin byrjaði sem gjörningaverk þar sem engillinn á jörðinni togast milli andlegs tilgangs og jarðneskra kennda. AfterpartyAngel gaf út myrka elektóník á fyrstu EP plötunni „Death Presence“ árið 2020. Tilraunakennda trip hop platan „Keepers“ kom svo út á Heavy Knife Records 2024, þar sem karakterar tilvistarhyggjunnar, ljúfar kenndir og fortíðarþrá eftir gömlum Disney myndum svífa um einhversstaðar milli himins og heljar.
sameheads
Hljómsveitin sameheads hafa getið sér gott orð innan íslenskrar tónlistarsenu og koma með sterkt og skemmtilegt nýbylgjurokk inn í flóruna. Þeir gáfu nýverið út sína fyrstu breiðskífu “Tónlykt” hjá Heavy Knife Records við góðar undirtektir og lýsa tónlistinni sem nýbylgjuskotnu rokki með dassi af bulli og rugli.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Sigur R\u00f3s \u00e1samt kammersveitinni Elju 9. des
Mon Dec 09 2024 at 08:00 pm Sigur Rós ásamt kammersveitinni Elju 9. des

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

A\u00f0ventukv\u00f6ld Brokkk\u00f3rsins
Mon Dec 09 2024 at 08:00 pm Aðventukvöld Brokkkórsins

Seljakirkja

Helga Margr\u00e9t og Vigd\u00eds \u00de\u00f3ra kvartett \/ \u00cdslenskar Jazz Perlur \u00e1 M\u00falanum
Wed Dec 11 2024 at 08:00 pm Helga Margrét og Vigdís Þóra kvartett / Íslenskar Jazz Perlur á Múlanum

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland

COSMIC CODEX III
Thu Dec 12 2024 at 06:00 pm COSMIC CODEX III

Mama Reykjavík / White Lotus Venue

Vitringarnir3 - Gr\u00edn, gr\u00fav og g\u00e6sah\u00fa\u00f0!
Thu Dec 12 2024 at 08:00 pm Vitringarnir3 - Grín, grúv og gæsahúð!

Harpa Concert Hall

J\u00d3LABL\u00daS
Thu Dec 12 2024 at 08:00 pm JÓLABLÚS

IÐNÓ

Die Hard \u00ed J\u00f3ladagatali Samb\u00ed\u00f3anna
Thu Dec 12 2024 at 09:00 pm Die Hard í Jóladagatali Sambíóanna

Sambíóin Kringlunni

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events