Advertisement
Tótal dásemd IIVinir og velunnarar Gunnu Ögmunds og Gísla Víkingssonar ætla að koma saman í Iðnó og fagna hækkandi sól. Ýmis bönd munu stíga á stokk, sunginn verður fjöldasöngur um lífið sem er “ikke det værste man har”. Markmiðið er að minnast þessara yndislegu hjóna á viðeigandi hátt með tónlist og gleði í anda mottós Gunnu: þorið að vera hamingjusöm. Bæði létust fyrir aldur fram en Gísli hefði orðið sjötugur á árinu ef örlögin hefðu ekki gripið inn í líf hans. Sérstakt tilefni er því til að minnast hans á viðburðinum.
Þetta er í annað sinn sem Total dásemd er haldin í Iðnó og rennur allur ágóði í Konukot og Ljósið. Miðinn kostar 3.000 kr. og fer sala fram við innganginn en þeir sem vilja tryggja sér miða fyrirfram geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
601120-0380 / 133-26-1426 / Tótal dásemd
Það verður dansað, sungið og glaðst. Hjörtun verða hlý og barinn opinn. Sum sé, tótal dásemd. Takið daginn frá og fylgist með nánari upplýsingum hér!
Iðnó, 21. febrúar frá kl. 20.00 til miðnættis, húsið opnar kl 19.00.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
IÐNÓ, Vonarstræti 3,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











