Tónlistarveisla með Barböru Hannigan

Thu, 05 Jun, 2025 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
T\u00f3nlistarveisla me\u00f0 Barb\u00f6ru Hannigan
Advertisement
Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan er einstakur listamaður sem starfað hefur með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum og óperuhúsum heims og hefur frumflutt yfir 90 ný verk. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir list sína, meðal annars Grammy-verðlaun fyrir plötuna Crazy Girl Crazy árið 2018 og hin virtu Léonie Sonning-verðlaun árið 2020. Hannigan hefur þrisvar sinnum áður komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í öll skipti hlotið mikið lof gagnrýnenda og áheyrenda.
Á þessum tónleikum býður Hannigan áheyrendum upp á efnisskrá þar sem gleði og húmor eru við stjórnvölinn. Tónleikarnir hefjast á Music for the Theatre eftir Aaron Copland þar sem jazzinn og lífskraftur millistríðsáranna leika lykilhlutverk. Joseph Haydn var einstaklega mikill húmoristi og hafði gaman af því að koma áheyrendum sínum á óvart. Óvíða fær skopskyn hans að njóta sín jafnvel og í Sinfóníu nr. 90. Þá leikur sveitin kafla úr ballettinum La Gaité Parisienne (Parísarfjör) eftir Jacques Offenbach og tónleikunum lýkur á tveimur ómótstæðilegum sönglögum Kurts Weill í flutningi Barböru Hannigan.
Barbara Hannigan kom fyrst fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunartónleikum Listahátíðar árið 2022 þar sem hún sló heldur betur í gegn. Á tónleikum ári síðar hlaut Hannigan frábærar viðtökur og komst gagnrýnandi Fréttablaðsins svo að orði: „Hannigan söng og stjórnaði og dansaði og gerði það allt af yfirburðum. Söngurinn var fullur af krafti og ástríðu, en samt var röddin tær og fullkomlega mótuð. Hljómsveitin spilaði af gríðarlegu fjöri... Lokahnykkurinn var svo yfirgengilegur að áheyrendur spruttu á fætur og öskruðu.“ Tónleikar hennar í Reykjavík og á Akureyri með Himnasælusinfóníu Mahlers vorið 2023 vöktu sömuleiðis sterk, jákvæð viðbrögð, en hún kom síðast fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í apríl 2024, þar sem flutningur hennar á Mannsröddinni eftir Francis Poulenc þótti bera vott um gríðarlegt listfengi og fágun — og henni „var fagnað sem poppstjörnu“ (Mbl). Samstarf Hannigan og Sinfóníuhljómsveitar Íslands er þó aðeins rétt að hefjast en nýlega var tilkynnt að hún yrði næsti aðalhljómsveitarstjóri sveitarinnar. Tekur hún við því kefli haustið 2026.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
Efnisskrá
Aaron Copland Music for the Theatre
Joseph Haydn Sinfónía nr. 90
Jacques Offenbach Kaflar úr La Gaité Parisienne (úts.Rosenthal)
Kurt Weill Youkali (úts. Bill Elliot)
Kurt Weill Lost in the stars (úts. Bill Elliot)
Hljómsveitarstjóri
Barbara Hannigan
//
Canadian singer and conductor Barbara Hannigan is an exceptional artist who has worked with all major symphony orchestras and opera houses worldwide and has premiered over 90 new works. She has received numerous awards for her artistry, including a Grammy Award for her album "Crazy Girl Crazy" in 2018 and the prestigious Léonie Sonning Music Prize in 2020. Hannigan has performed on three occasions with the Iceland Symphony Orchestra, receiving high praise from both critics and audiences every time.
For this concert, Hannigan offers the audience a program where joy and humor take center stage. The concert kicks off with "Music for the Theatre" by Aaron Copland, where jazz and the vitality of the interwar years play a key role. Joseph Haydn was a great humorist and enjoyed surprising his audience. His whimsical humor shines through in Symphony No. 90. The orchestra then performs excerpts selecter by Hannigan from Jacques Offenbach's ballet "La Gaîté Parisienne," and the concert concludes with two irresistible songs by Kurt Weill, performed by Barbara Hannigan.
Hannigan first performed with the Iceland Symphony Orchestra at the opening of the Reykjavik Arts Festival in 2022, to great critical and public acclaim . At concerts the following year, Hannigan received rave reviews and was praised by the critics who wrote: "Hannigan sang, conducted, danced and did it all with superhuman energy. Her singing was full of power and passion, yet her voice was delicate and perfectly shaped. The orchestra played with tremendous fervor... The final climax was so overwhelming that the audience rose to their feet and cheered." Her performances in Reykjavik and Akureyri with Mahler's fourth Symphony in the spring of 2023 also received very strong, positive responses. Her most recent performance with the Iceland Symphony Orchestra came in April 2024, where her rendition of "La Voix Humaine" by Francis Poulenc was hailed for its tremendous artistry and beauty — and she was "cheered like a pop star" (Morgunblaðið). There is certainly more to come in the fruitful collaboration between Hannigan and the Iceland Symphony Orchestra, as it was recently announced that she will become the orchestra's next principal conductor, starting in the fall of 2026.
Program
Aaron Copland Music for the Theatre
Joseph Haydn Symphony no 90
Jacques Offenbach Movements from La Gaité Parisienne
Kurt Weill Youkali
Kurt Weill Lost in the Stars
Conductor and soloist
Barbara Hannigan
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

SEPULTURA \u2013 40 YEARS FAREWELL TOUR
Wed, 04 Jun, 2025 at 08:00 pm SEPULTURA – 40 YEARS FAREWELL TOUR

Valsheimili

The Icelandic Tattoo Convention
Fri, 06 Jun, 2025 at 02:00 pm The Icelandic Tattoo Convention

Gamla Bíó

THE ICELAND DANCE FESTIVAL OPEN 2025
Fri, 06 Jun, 2025 at 02:00 pm THE ICELAND DANCE FESTIVAL OPEN 2025

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

TRANSLATIONS \u2013 H\u00e1degist\u00f3nleikar \/ Matin\u00e9e
Sat, 07 Jun, 2025 at 12:00 pm TRANSLATIONS – Hádegistónleikar / Matinée

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

Eric Darius @ Iceland Airwaves all over Reykjavik City Center in Reykjav\u00edk
Sat, 07 Jun, 2025 at 05:00 pm Eric Darius @ Iceland Airwaves all over Reykjavik City Center in Reykjavík

Iceland Airwaves all over Reykjavik City Center

Wardruna @ Harpa in Reykjavik
Sat, 07 Jun, 2025 at 08:00 pm Wardruna @ Harpa in Reykjavik

Harpa

Huglei\u00f0um list \u00ed h\u00e1deginu - tilraunakennd lei\u00f0s\u00f6gn
Tue, 10 Jun, 2025 at 12:10 pm Hugleiðum list í hádeginu - tilraunakennd leiðsögn

Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events