Tónleikar í Breiðholtskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 15:15
Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
flytur eftirfarandi dagskrá:
Spuni Prelúdía í endurreisnarstíl
William Byrd (1540 - 1623). Ut Re Mi Fa Sol La
FVB 101
Thomas Tomkins (1572 - 1656) A sad Paven for these MB 53 Distracted Tymes
John Dowland (1563 - 1626). Flow my Tears
The Second Book of Songes (1600)
Tarquinio Merula (1595 - 1665) úr: Toccata del primo tuono
Girolamo Frescobaldi (1583 - 1643). Capriccio Decimo, Obligo
Il primo libro di capricci (1624) di cantare la Quinta parte
senza toccarla
Girolamo Frescobaldi (1583 - 1643). Cento Partite sopra
Toccate e partite d'intavolatura, Libro 1 (1637). Passacagli
Salomone Rossi (1570 - 1630) Gagliarda “la Zambalina”
Sinfonie et gagliarde, Libro 2 (1608)
Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma
Titill tónleikanna er sprottinn af verki á efnisskránni sem samið var af Thomas Tomkins árið 1649: A Sad Paven for these Distracted Tymes. Verkið var að öllum líkindum samið í minningu Karls fyrsta Englandskonungs sem tekinn var af lífi það sama ár, en sá atburður gerðist í kjölfar ensku borgarastyrjaldarinnar og leiddi til afnáms konungsvaldsins þar í landi. Stemningin í verkinu er hæg, tregablandin og um leið full togstreitu, en eftir því sem lengra dregur á verkið glittir smám saman í vonarneista um frið og kærleika.
Þetta verk og sögulegt samhengi þess endurspeglar efnisskrána í heild sinni, sem kanna á eiginleika tónlistar sem eins konar hugleiðsluaðferð í óreiðukenndum heimi. Á 16. og 17. öld var tónlist talin græðandi meðal við ýmsum kvillum líkama og sálar, og hafði það hlutverk að koma á jafnvægi hið ytra og innra. Í mörgum tónverkum þess tíma má finna eins konar „möntrur“, stef sem koma aftur og aftur í meira og minna óbreyttri mynd á meðan hljómvefurinn í kringum þau er síbreytilegur. Þessi hugmynd sést í verkum eins og Ut Re Mi Fa Sol La eftir W. Byrd, þar sem sex nótna tónstigi, rísandi og fallandi ber verkið á herðum sér, og Capriccio Decimo eftir G. Frescobaldi, þar sem flytjandi er látinn syngja endurtekið þrástef sem minnir á enduróm sálmalags meðan hann spilar verkið.
Cento Partite sopra Passacagli eftir Frescobaldi hefur að geyma 100 varíasjónir á einföldu fjögurra takta sniði passakallíunnar, þekkts dans sem upprunninn var á Spáni. Í raun breytir Frescobaldi hljómunum, laglínunni og tempóinu svo mjög að verkið endar sem eins konar leikur með hugmynd sem oft er við það að sleppa úr greipum formsins. Cento Partite er eitt lengsta einleiksverk sem skrifað var á fyrri hluta 17. aldar og samspil hringrásar og síbreytileika í tónlistinni gefur því þetta sérstaka flæði sem hjálpar okkur að íhuga stund og stað.
Miðaverð kr. 3000, kr. 2500 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn
Event Venue
Þangbakki 5, 109 Reykjavík, Iceland, Þangbakki 6, 109 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets