Tónfölsunarverkstæðið | Tíbrá

Sun, 11 Jan, 2026 at 01:30 pm UTC+00:00

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland | Kopavogur

Salurinn T\u00f3nlistarh\u00fas
Publisher/HostSalurinn Tónlistarhús
T\u00f3nf\u00f6lsunarverkst\u00e6\u00f0i\u00f0 | T\u00edbr\u00e1
Advertisement
Heimurinn þekkir sögur um snjalla málverkafalsara sem eytt hafa ævi sinni í að ná tökum á leik ljóss og skugga 16. aldar, á pensilstrokum Vermeers eða hárnákvæmum hlutföllum da Vincis. En hvað ef þessi glæpsamlega rómantík væri raunar grasserandi í annarri listgrein? Hvað ef einhver þeirra tónverka sem við þekkjum og teljum vera eftir Palestrina, Monteverdi, nú eða Jóhann Sebastían Bach væru raunar eftirgerðir, listilega mótaðar af háleynilegum hring tónverkafalsara?
Velkomin á tónleika Tónfölsunarverkstæðisins! Tónleikarnir fara fram með leikrænum blæ. Verkstæðið verður sett upp sem sviðsmynd og meðlimirnir fjórir leiða áfram atburðarásina í tónum og orðum. Flutningurinn fær aukið flæði með hjálp sögumanns og annarra aukapersóna. Hlustendum verður boðið inn í heim fullan af skoplegri ádeilu á snobb listaverkasölu um leið og við gerum létt grín að sjálfum okkur sem hafa helgað okkur flutningi upprunatónlistar.
Getur það verið að Vivaldi hafi samið sekkjapípukonsert? Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós dularfullt samband hans við franska sekkjapípuleikarann og tónskáldið Chedeville og klassískt tónlistarsamfélag er á nálum! Því miður hefur handritið greinilega glatast, líklegast í frönsku byltingunni… eða hvað?
TFV býður upp á nýja og ferska leið til að njóta tónlistar fyrri alda, ekki sem rykugum safngripum heldur brakandi nýsömdum tónsmíðum, já eða jafnvel spunnum á staðnum!
Meðlimir TFV, Gunnar Haraldsson, Elizabeth Sommers, Halldór B. Arnarson og Eliot X. Díos hafa sérhæft sig í flutnings- og tónsmíðatækni endurreisnartímans, barokks og upplýsingaraldar. Gunnar leikur á gítar, slagverk, gígju og lútu, Elizabeth á fiðlu og miðaldafiðlu, Eliot á píanó, blokkflautu og sekkjapípu, en Halldór sér um semballeik, söng og listræna stjórnun. Sjá þau einnig um að semja tónlistina á efnisskránni. Ásta S. Arnardóttir, menntuð í klassískum söng og menningarmiðlun gegnir hlutverki sögumælanda og bregður sér í ýmis aukahlutverk.
Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Katr\u00edn Halld\u00f3ra | Af fingrum fram
Thu, 29 Jan at 08:30 pm Katrín Halldóra | Af fingrum fram

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

D\u00e1land | T\u00edbr\u00e1
Sun, 01 Feb at 01:30 pm Dáland | Tíbrá

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events