Advertisement
Heimurinn þekkir sögur um snjalla málverkafalsara sem eytt hafa ævi sinni í að ná tökum á leik ljóss og skugga 16. aldar, á pensilstrokum Vermeers eða hárnákvæmum hlutföllum da Vincis. En hvað ef þessi glæpsamlega rómantík væri raunar grasserandi í annarri listgrein? Hvað ef einhver þeirra tónverka sem við þekkjum og teljum vera eftir Palestrina, Monteverdi, nú eða Jóhann Sebastían Bach væru raunar eftirgerðir, listilega mótaðar af háleynilegum hring tónverkafalsara?Velkomin á tónleika Tónfölsunarverkstæðisins! Tónleikarnir fara fram með leikrænum blæ. Verkstæðið verður sett upp sem sviðsmynd og meðlimirnir fjórir leiða áfram atburðarásina í tónum og orðum. Flutningurinn fær aukið flæði með hjálp sögumanns og annarra aukapersóna. Hlustendum verður boðið inn í heim fullan af skoplegri ádeilu á snobb listaverkasölu um leið og við gerum létt grín að sjálfum okkur sem hafa helgað okkur flutningi upprunatónlistar.
Getur það verið að Vivaldi hafi samið sekkjapípukonsert? Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós dularfullt samband hans við franska sekkjapípuleikarann og tónskáldið Chedeville og klassískt tónlistarsamfélag er á nálum! Því miður hefur handritið greinilega glatast, líklegast í frönsku byltingunni… eða hvað?
TFV býður upp á nýja og ferska leið til að njóta tónlistar fyrri alda, ekki sem rykugum safngripum heldur brakandi nýsömdum tónsmíðum, já eða jafnvel spunnum á staðnum!
Meðlimir TFV, Gunnar Haraldsson, Elizabeth Sommers, Halldór B. Arnarson og Eliot X. Díos hafa sérhæft sig í flutnings- og tónsmíðatækni endurreisnartímans, barokks og upplýsingaraldar. Gunnar leikur á gítar, slagverk, gígju og lútu, Elizabeth á fiðlu og miðaldafiðlu, Eliot á píanó, blokkflautu og sekkjapípu, en Halldór sér um semballeik, söng og listræna stjórnun. Sjá þau einnig um að semja tónlistina á efnisskránni. Ásta S. Arnardóttir, menntuð í klassískum söng og menningarmiðlun gegnir hlutverki sögumælanda og bregður sér í ýmis aukahlutverk.
Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall klukkan 13:00. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland
Tickets