Advertisement
Hundar og kettir fylgdu landnemum til Íslands og hafa alla tíð verið hluti af daglegu lífi okkar þó hlutverk þeirra hafi breyst í tímans rás. Hundar fylgdu bónda sínum við bústörfin og smalamennsku. Kettir voru fyrst og fremst veiðidýr sem héldu músum frá, en færri sögum fer af þeim en hundum framan af öldum.Köttum og hundum er iðulega stillt upp sem andstæðum. Annars vegar er hundurinn hinn tryggi og dyggi félagi mannsins, en hins vegar er kötturinn slægur, dularfullur og jafnan sagður fara sínar eigin leiðir.
Hér áður fyrr voru þau kölluð „kvikindi“, sem sýnir að þrátt fyrir væntumþykju fólks á þessum dýrum var gerður skýr greinarmunur á mönnum og dýrum. Í dag skipa hundar og kettir sérstakan sess í lífi fólks og eru oftar en ekki taldir til fjölskyldumeðlima. Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem fanga dýrin í hversdagslegu samhengi og bein sem hafa fundist við fornleifauppgrefti, ásamt öðru úr safneign Þjóðminjasafnsins sem minnir á að sambýli okkar við þessi dýr geymir ríkulega sögu og hefur auðgað íslenskt mál með myndlíkingum og orðfæri sem við grípum gjarnan til enn í dag.
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður opnar sýninguna á 3. hæð safnsins kl. 14.
Barnakórinn Graduale Liberi syngur hugljúfa söngva.
Katta- og hundasmiðja á vegum Skrímslasmiðjunar verður í barna- og fjölskyldurýminu á fyrstu hæð 1. og 2. nóvember frá kl. 12 til 15.
-----
Dogs and cats accompanied the original settlers to Iceland and have always played a part in Icelanders’ daily lives, although their roles have changed over time. Dogs assisted their masters with farm work and herding. Cats were primarily hunters that kept mice at bay, but there are fewer stories from centuries past about cats than there are about dogs.
Cats and dogs are often portrayed as opposites. On one hand, dogs are the faithful and devoted companions of man, while on the other hand, cats are cunning and mysterious; a common idiom is “the cat goes its own way.” In the past, both cats and dogs were referred to as “creatures,” which shows that despite people’s affection for them, a clear distinction was made between people and animals.
Today, dogs and cats occupy a special place in people’s lives and are more often than not considered family members. In the exhibition displays photographs that capture the animals in everyday context, bones found in archaeological excavations, and medical specimens, along with other items from the National Museum’s collection that remind us of the colourful history of our coexistence with these animals, which has enriched the Icelandic language with metaphors and idioms that are often used to this day.
Harpa Þórsdóttir Director General opens the exhibition on the 3rd floor at 2pm.
Graduale Liberi Children's Choir will sing heart-warming songs.
A cat and dog factory will be held in the family room on the first floor, where guest can make their own cats and dogs from Icelandic wool.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











