Advertisement
Strútsstígur er gönguleið sem hefst í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli og liggur vestur eftir Syðra fjallabaki og endar í Hvanngili. Göngudagar eru 4. Gist er í Álftavötnum í eina nótt og í Strútsskála í tvær nætur. Um sunnanvert Fjallabak liggur falleg gönguleið frá Hólaskjóli í austri og vestur í Hvanngil. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Fagrir fossar verða á vegi okkar og fögur fjallasýn.
Farið er um dalverpi í Hólmsárbotnum þar sem Torfajökul ber við himin og hin rómaða Strútslaug bíður göngumanna.
Óhætt er að segja að umhverfi skálans við Strút sé draumaland göngumannsins með ótal möguleikum á skemmtilegum gönguleiðum. Því er dvalið tvær nætur í Strút til að kynnast betur þessu skemmtilega svæði.
Á lokadegi göngunnar er haldið áfram frá Strút vestur yfir Veðurháls og að Hvanngili þar sem rúta sækir hópinn.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Mjódd, Þönglabakki 4, 109 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets