Skapandi markaðsstarf á vorum tímum

Wed Mar 19 2025 at 04:15 pm to 05:45 pm

Veröld - hús Vigdísar | Reykjavík

Vi\u00f0skipti og v\u00edsindi
Publisher/HostViðskipti og vísindi
Skapandi marka\u00f0sstarf \u00e1 vorum t\u00edmum
Advertisement
Viðburðurinn Skapandi markaðsstarf á vorum tímum er hluti af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi sem er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og er haldin 18.-21. mars.
Markaðsfólk hefur ekki farið varhluta af þeim miklu breytingum sem hafa orðið í tækni, miðlun upplýsinga og samfélagsgerð okkar. Það hefur kallað á meðvitund um þær ógnir en jafnframt þau gríðarmiklu tækifæri sem felast í þessum breytingum.
Skipulagsheildir munu taka breytingum, störf munu breytast og eitt það mikilvægasta í því breytingaferli er að við leiðum í stað þess að vera leidd. Hluti af faglegu markaðsstarfi er að skapa og miðla og þá reynir á samstarf alls markaðsfólks, markaðsdeilda, auglýsingastofa, birtingahúsa, vöruhönnuða og fleiri. Hvernig kemur sú breyting sem lýst er hér að framan til með að hafa áhrif á sköpun, miðlun og samstarf fyrrnefndra aðila? Hvert er ferli sköpunar og hvernig sjá sérfræðingar á því sviði fyrir sér að gervigreind komi til með að hafa áhrif á það ferli í nútíð og framtíð? Hvernig hafa nýir miðlar og tækni á borð við sýndarveruleika haft áhrif á samhæfð markaðssamskipti og hvert stefnum við í þeim efnum?
Áhugasöm um markaðsmál er boðið til þessa viðburðar til að hlýða á nokkra úr hópi okkar fremsta markaðsfólks sem starfar í krefjandi umhverfi og stýrir skapandi markaðsstarfi og langar til að miðla til okkar reynslu sinni og þekkingu.
Ellert Rúnarsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, opnar viðburðinn og stýrir honum. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, segir frá auglýsingastofunni á vorum tímum. Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, segir frá skapandi markaðsstarfi Nova. Bragi Valdimar Skúlason, hugkvæmdarstjóri Brandenburg, talar um herferðina á vorum tímum og Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, segir frá skapandi markaðsstarfi hjá Icelandair
Kaffi og veitingar verða í boði.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna Viðskipti og vísindi má finna á vefsíðunni: https://vidskiptiogvisindi.hi.is/is
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Veröld - hús Vigdísar, Brynjólfsgata 1, 107 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring: