Sigrún leikur Brahms

Thu Oct 10 2024 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Sigr\u00fan leikur Brahms
Advertisement
Sigrúnu Eðvaldsdóttur þarf vart að kynna fyrir tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur verið konsertmeistari hljómsveitarinnar frá 1998 og er sá einleikari sem hefur oftast komið fram með henni. Sigrún hefur verið eftirsóttur fiðluleikari allt frá því að hún lauk námi og hefur m.a. leikið í Weill Recital Hall í New York og Wigmore Hall í London, ásamt því að koma fram á margvíslegum tónleikum og tónlistarhátíðum víðsvegar um heim. Sigrún var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín á sviði tónlistar árið 1998.
Á þessum tónleikum leikur Sigrún hinn yndisfagra og tilfinningaþrungna fiðlukonsert Brahms, sem hefur fylgt henni lengi. Sigrún segir sjálf: „Ég á svo góðar minningar frá þeim tíma þegar ég lærði þennan konsert og lék hann síðan í úrslitum í Sibeliusarkeppninni 1990 sem og í Carl Flesch keppninni 1992 í Barbican Hall. Fyrir unga ástríðufulla konu var þetta ógleymanlegur tími með þessum dásamlega konsert. Ég segi alltaf að tónlist Brahms geri alla að betri manneskjum.“
Á tónleikunum leikur hljómsveitin einnig forleik eftir Grażyna Bacewicz. Hún var eitt helsta tónskáld Póllands um miðja 20. öldina og fyrsta konan frá Póllandi til þess að vekja heimsathygli fyrir tónsmíðar sínar. Forleikurinn er kraftmikill og ljóðrænn og sérlega aðgengilegur. Lokaverk kvöldsins er Íslandsfrumflutningur á annarri sinfóníu austurríska tónskáldsins Thomasar Larcher. Sinfóníuna samdi Larcher til minningar um flóttafólk sem hefur drukknað síðustu ár í Miðjarðarhafinu. Undirtitillinn, Kenotaph, merkir einmitt minnisvarði, um þau sem er saknað og talin eru látin.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
EFNISSKRÁ
Grażyna Bacewicz Forleikur
Johannes Brahms Fiðlukonsert
Thomas Larcher Sinfónía nr. 2, Kenotaph
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
EINLEIKARI
Sigrún Eðvaldsdóttir
To the audience of the Iceland Symphony Orchestra, Sigrún Eðvaldsdóttir, needs no introduction. As the the concertmaster of the ISO since 1998, she is the soloist who has most frequently performed with the orchestra. Sigrún has been a sought-after violinist ever since she completed her studies, having performed in venues such as the Weill Recital Hall in New York and Wigmore Hall in London, as well as appearing in various concerts and music festivals around the world. In 1998, Sigrún was awarded the Knight's Cross of the Order of the Falcon by the President of Iceland for her contributions in the field of music.
In this concert, Sigrún performs the beautiful and emotionally charged Violin Concerto of Brahms, a piece that has been dear to her for a long time. Or, in Sigrún's own words: "I have such fond memories of the time when I learned this concerto and then performed it in the finals of the Sibelius Competition in 1990 and the Carl Flesch Competition in 1992 at Barbican Hall. For a young passionate woman, this was an unforgettable time spent with this wonderful concerto. I always say that Brahms's music makes everyone a better person."
The orchestra also performs a prelude by Grażyna Bacewicz, one of Poland's foremost composers in the mid-20th century and the first woman from Poland to gain international recognition for her compositions. The prelude is powerful, lyrical and very accessible. The evening's finale is the Icelandic premiere of the Second Symphony by Austrian composer Thomas Larcher. Larcher composed the symphony in memory of refugees who have drowned in the Mediterranean in recent years. The subtitle, Kenotaph, signifies a monument, commemorating those who are lost and presumed dead.
PROGRAM
Grażyna Bacewicz Overture
Johannes Brahms Violin Concerto
Thomas Larcher Symphony no 2, Kenotaph
CONDUCTOR
Eva Ollikainen
SOLOIST
Sigrún Eðvaldsdóttir
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

State of the Art: Raft\u00f3nlist? \u00cdsland? - M\u00e1l\u00feing
Wed Oct 09 2024 at 08:00 pm State of the Art: Raftónlist? Ísland? - Málþing

Ásmundarsalur

Snj\u00f3fl\u00f3\u00f0ar\u00e1\u00f0stefnan 2024
Thu Oct 10 2024 at 09:00 am Snjóflóðaráðstefnan 2024

Verkís Verkfræðistofa

R\u00e1\u00f0stefna: Ge\u00f0heilbrig\u00f0i \u00e1 vinnusta\u00f0
Thu Oct 10 2024 at 09:00 am Ráðstefna: Geðheilbrigði á vinnustað

Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík, Iceland

Al\u00fej\u00f2\u00f0legi ge\u00f0heilbi\u00f0isdagurinn
Thu Oct 10 2024 at 02:00 pm Alþjòðlegi geðheilbiðisdagurinn

Bíó Paradís

Group Healing - Krystic Energy System \u2600\ufe0f Lei\u00f0in Heim
Thu Oct 10 2024 at 07:00 pm Group Healing - Krystic Energy System ☀️ Leiðin Heim

Leiðin heim - Holistic healing center

Chantal Acda & Borgar Magnason
Thu Oct 10 2024 at 08:00 pm Chantal Acda & Borgar Magnason

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

UPPISTAND \u00cd H\u00d6FU\u00d0ST\u00d6\u00d0INNI
Thu Oct 10 2024 at 08:00 pm UPPISTAND Í HÖFUÐSTÖÐINNI

Höfuðstöðin

Samflot \u00ed Grafarvogslaug
Thu Oct 10 2024 at 08:30 pm Samflot í Grafarvogslaug

Grafarvogslaug

Space V\u00f6lv\u00f6 + Sleeping Giant Live@Gaukurinn
Thu Oct 10 2024 at 09:00 pm Space Völvö + Sleeping Giant Live@Gaukurinn

Gaukurinn

10 \u00e1ra afm\u00e6lisr\u00e1\u00f0stefna Tr\u00f6ppu
Fri Oct 11 2024 at 09:00 am 10 ára afmælisráðstefna Tröppu

Reykjavik Natura - Berjaya Iceland Hotels

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events