Advertisement
Ágætu meðlimir Félags íslenskra fræða.Fyrsta rannsóknarkvöld ársins verður haldið 19. febrúar næstkomandi klukkan 20.00 í fyrirlestrasal Eddu. Fyrirlesari að þessu sinni verður Karítas Hrundar Pálsdóttir doktor í ritlist og bókahöfundur og mun hún fjalla um rannsóknir sínar á sviði ritlistar í tengslum við fólksflutninga, innflytjendur og „snúbúabókmenntir".
Karítas lýsir fyrirlestri sínum svo:
„Ritlist er skapandi fræðigrein og sem slík frjór vettvangur fyrir nýsköpun. Karítas Hrundar Pálsdóttir, doktor í ritlist, mun segja frá því hvernig hún hefur skoðað fjölmenningu og fólksflutninga í sínum þverfaglegu rannsóknarverkefnum. Hún gaf nýverið út fræðibókina Readaptation Narratives in Sojourner Literature hjá Palgrave Macmillan sem færir rök fyrir því að svokallaðar „snúbúabókmenntir“ ætti að viðurkenna sem bókmenntagrein hliðstæða „innflytjendabókmenntum“. Þá hefur Karítas sinnt frumkvöðlastarfi við að skrifa sögur á einföldu máli og hlaut meðal annars viðurkenningu Íslenskrar málnefndar árið 2022 fyrir bækur sínar. Gögn Þjóðskrár Íslands sýna að hlutfall innflytjenda hækkar í öllum landshlutum; sögur á einföldu máli geta stutt við inngildingu þeirra og aukið læsi á íslensku og íslenska menningu."
Verið öll hjartanlega velkomin á þetta fyrsta rannsóknarkvöld ársins hjá félaginu. Sem fyrr verða umræður í lokinn ásamt léttum veitingum.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Arngrímsgata 5, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.








