Advertisement
Það var svo ofboðslega gaman síðast að við ákváðum að endurtaka leikinn og efna til prjóna veislu í Seljakirkju sunnudaginn 16. Nóvember.Natura Knitting, Today I feel yarn og Hex Hex dye works verða með garn og fylgihluti til sölu á staðnum. Þetta er því kjörið tækifæri til að versla í jóla verkefnið og klappa garni sem er annars aðeins fáanlegt í netverslun.
Það verður sérstök prjóna messa klukkan 13:00 þar sem viðstaddir eru hvattir til að mæta með prjóannana með sér.
Sr. Steinunn Anna prestur í Seljakirkju og fellow prjónari þjónar fyrir altari.
Eftir messuna verður svo opið inn í safnaðarsali kirkjunnar. Þar er nóg af plássi til að setjast niður og prjóna, skoða garn, versla sér eitthvað fallegt og hitta aðra prjónara.
Á staðnum verður veitinga og kaffisala sem Seljakirkja stendur fyrir og mun ágóði sölunnar renna í styrktarsjóð kirkjunnar.
Hlökkum til að sjá sem flesta með prjónana á lofti.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Seljakirkja, Hagasel 40,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











