Advertisement
Sérlega falleg ganga á tvö ólík, svipmikil, reisuleg og litrík fjöll við jökuljaðarinn í Kaldadal með fágætu útsýni í stórkostlegum fjallasal jökla og hálendisins við Langjökul og Þórisjökul.Mikilvægar tilkynningar:
*Jepplingafært um Kaldadal með fyrirvara um akstursfæri eftir veturinn en vonandi er leiðin orðin þurr og hefluð.
*Tökum með vaðskó og þurrklút þar sem vaða þarf grugguga jökulána Geitá í byrjun og enda göngunnar.
*Þessi ganga hentar vel þeim sem ekki hugnast langar og erfiðar ferðir þar sem þessi er miðlungslöng en þó með ágætis klöngri og brölti upp bæði fjöll dagsins með talsverðri hækkun.
*Þetta er könnunarleiðangur að hætti hússins, þar sem við sameinum göngur á tvö ólík fjöll þar sem annað er vel þekkt en hitt ekki og því áætlum vegalengd og tímalengd eftir bestu getu, en sem fyrr komumst við að þessu með því að leggja af stað og kanna nýjar slóðir sem er okkar uppáhalds.
*Ljósmynd ferðar er tekin af Syðra Hádegisfell (í skýjunum) og Prestahnúk (í sólinni) í ógleymanlegri hjólaferð þjálfara og fleiri frá Hafnarfirði í Hrútafjörð um Kaldadal og Arnarvatnsheiði á tveimur dögum þar sem báðir dagar voru yfir 100 km langir á 12 klst. yfirferð en þjálfari gerði myndband af ferðinni í tveimur hlutum þar sem sjá má fjöll dagsins þegar farið er um efsta hluta Kaldadals í fyrra myndbandinu:
Hjóladagur 1 af 2: Hafnarfjörður - Húsafell 210819. (D2 í Miðfjörð).
Hjóladagur 2 af 2: Húsafell í Miðfjörð 220719. (D1: Hf í Húsaf.)
Verð:
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 12.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Allar upplýsingar á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/prestahnukur-og-sydra-hadegisfell-vid-langjokul
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Kaldidalur, Borgarnes, Selfoss, Iceland