Ottensamer stjórnar blásarasveitinni – Föstudagsröð

Fri Nov 01 2024 at 06:00 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Ottensamer stj\u00f3rnar bl\u00e1sarasveitinni \u2013 F\u00f6studagsr\u00f6\u00f0 Á þessum föstudagstónleikum láta blásarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands ljós sitt skína í þremur ólíkum og hrífandi verkum fyrir blásarasveit. Tvö þeirra eru eftir Richard Strauss, en faðir hans, Franz Strauss, var með færustu hornleikurum sinnar tíðar. Áhuginn á fallegri blásaratónlist var hinum unga Richard Strauss þannig í blóð borinn og margir telja að yndisfagrar laglínurnar í Serenöðunni op. 7 séu innblásnar af sérlega listfengum hornleik föður hans, en verkið samdi Strauss aðeins 17 ára. Sonatina nr. 1 var á hinn bóginn samin meira en sex áratugum síðar, þegar Richard Strauss var á áttræðisaldri og að jafna sig á alvarlegum veikindum. Það var með vísan til þeirra aðstæðna sem hann gaf verkinu hinn gamansama undirtitil „Af verkstæði vesalingsins“. Verkið er uppfullt af þokkafullri gamansemi, angurværð og andagift — verk listamanns sem þrátt fyrir heilsuleysið var auðheyrilega enn í toppformi sem tónskáld.
Oktett Ígors Stravinskíjs fyrir blásara markar upphaf þess sem kallað hefur verið nýklassíska tímabil tónskáldsins, en margir urðu furðu lostnir þegar þessi tónlistarlegi byltingarmaður og höfundur Vorblóts tók óvænta beygju á ferli sínum og fór að finna frumlegum hugmyndum sínum farveg í fáguðum formum klassíska tímans. Það er ekki síst heillandi togstreita hins gamla og nýja sem ljær þessu stórskemmtilega verki töfra sína.
Stjórnandi á tónleikunum er Andreas Ottensamer, leiðandi klarinettuleikari Fílharmóníusveitar Berlínar til margra ára, sem á síðustu árum hefur einnig getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
EFNISSKRÁ
Richard Strauss Serenaða fyrir blásara, op. 7
Ígor Stravinskíj Oktett fyrir blásara
Richard Strauss Sonatina nr. 1
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Andreas Ottensamer
FLYTJENDUR
Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
//
The wind players of the Iceland Symphony Orchestra are the stars of this Friday concert, performing three captivating works for woodwind and brass ensemble. Two of those works are by Richard Strauss, whose father, Franz Strauss, was among the finest horn players of his time. The young Richard Strauss was deeply drawn to beautiful brass music, likely influenced by his father's exquisite horn playing. Many believe that the alluring melodies in the Serenade, Op. 7, which Strauss composed aged 17, are inspired by his father's artistry. In contrast, the Sonatina No. 1 was written more than six decades later when Richard Strauss was in his eighties, coping with serious illness. In reference to his circumstances, he humorously subtitled the work "From an Invalid's Workshop." The piece is filled with joyful exuberance mixed with tenderness and poignancy — the work of an artist who, despite his failing health, was unmistakably still at the height of his compositional powers.
Igor Stravinsky's Octet for Wind Instruments marks the beginning of the composer's neoclassical period. It came as a surprise to many that this revolutionary figure and author of "The Rite of Spring" should unexpectedly alter his course, finding new creative inspiration within the refined forms of earlier musical eras. The beguiling tension between the old and the new is an important part of this work's enduring magic .
Conducting the concert is Andreas Ottensamer, the principal clarinetist of the Berlin Philharmonic Orchestra, who has in recent years established himself as a brilliant and thoughtful conductor.
PROGRAM
Richard Strauss Serenade for Winds, op. 7
Igor Stravinsky Octet for Winds
Richard Strauss Sonatina no 1
CONDUCTOR
Andreas Ottensamer
ENSAMBLE
ISO Wind Section

Event Venue

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Gl\u00e6paf\u00e1r \u00e1 \u00cdslandi | Lifandi hlj\u00f3\u00f0b\u00f3k - Gl\u00e6pas\u00f6gur \u00e1 Hrekkjav\u00f6ku
Thu Oct 31 2024 at 06:00 pm Glæpafár á Íslandi | Lifandi hljóðbók - Glæpasögur á Hrekkjavöku

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Hrekkjavaka \/ Halloween 2024 - Laugarneshverfi\u00f0 105 RVK
Thu Oct 31 2024 at 06:00 pm Hrekkjavaka / Halloween 2024 - Laugarneshverfið 105 RVK

Laugarnes, Reykjavik

Prayers for the Amazon
Thu Oct 31 2024 at 07:00 pm Prayers for the Amazon

Lífspekifélagið

Barokkveisla
Thu Oct 31 2024 at 07:30 pm Barokkveisla

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Langir fimmtudagar \u2013 Teikna\u00f0 \u00e1 safninu
Thu Oct 31 2024 at 07:30 pm Langir fimmtudagar – Teiknað á safninu

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

International Halloween Festival 2023
Thu Oct 31 2024 at 09:00 pm International Halloween Festival 2023

Gaukurinn

Scream - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Nov 01 2024 at 09:00 pm Scream - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Samskrifa | NaNoWriMo
Sat Nov 02 2024 at 12:00 pm Samskrifa | NaNoWriMo

Borgarbókasafnið Grófinni

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: Skuggaleikh\u00fas me\u00f0 \u00deYKJ\u00d3 \/\/ Shadow theatre with \u00deYKJ\u00d3
Sat Nov 02 2024 at 01:00 pm Fjölskyldudagskrá Hörpu: Skuggaleikhús með ÞYKJÓ // Shadow theatre with ÞYKJÓ

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

EGGI\u00d0 - TOUT NEUF
Sat Nov 02 2024 at 01:00 pm EGGIÐ - TOUT NEUF

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Pikknikk | B\u00f3kasafni\u00f0 Kringlunni \u2013 Library in Kringlan
Sat Nov 02 2024 at 02:00 pm Pikknikk | Bókasafnið Kringlunni – Library in Kringlan

Borgarbókasafnið Kringlunni

E.T. the Extra-Terrestrial - Barnakvikmyndah\u00e1t\u00ed\u00f0!
Sat Nov 02 2024 at 07:00 pm E.T. the Extra-Terrestrial - Barnakvikmyndahátíð!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events