Opnunarhelgi Jólamarkaðsins í Heiðmörk

Sat, 30 Nov, 2024 at 12:00 pm to Sun, 01 Dec, 2024 at 05:00 pm UTC+00:00

Elliðavatnsland, 161 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

J\u00f3lamarka\u00f0urinn Elli\u00f0avatni
Publisher/HostJólamarkaðurinn Elliðavatni
Opnunarhelgi J\u00f3lamarka\u00f0sins \u00ed Hei\u00f0m\u00f6rk
Advertisement
Opnunarhelgi Jólamarkaðsins í Heiðmörk, laugardag og sunnudag, milli 12 og 17.
Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar með hátíðlegri stund laugardaginn 30. nóvember, klukkan 12:00.
-Kór Norðlingaskóla syngur.
-Opin kransaskreyting í Jólakjallaranum í Elliðavatnsbænum, undir handleiðslu fagfólks milli kl 13-15.
Rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Rjóðrinu, við varðeld, klukkan 14, bæði laugardag og sunnudag.
Tilvalið að eiga huggulega stund í Heiðmörk, fyrstu helgi aðventunnar sem um leið er kosningahelgin.

Jólamarkaðurinn er við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk. Með markaðnum vill félagið stuðla að ævintýralegri upplifun í vetrarparadísinni Heiðmörk þar sem fólk getur notið útiveru í skóginum, valið fallegt jólatré og einstakar gjafir á handverksmarkaðnum, og fengið sér kökur og heitt kakó. Félagið selur að sjálfsögðu aðeins íslensk jólatré. Fyrir hvert jólatré sem selst eru 50 tré gróðursett. Á handverksmarkaðnum er sérstök áhersla lögð á einstakt handverk og innlend matvæli úr náttúrulegum hráefnum.
Veitingasala er úti í jólakofa og nýristaðar jólamöndlur. Gestir geta valið um að sitja úti, á bekkjum frá Fangaverki, eða tylla sér inn í jólasal Elliðavatnsbæjarins.
Gestum er bent á að klæða sig vel og njóta útivistarsvæðisins í Heiðmörk þegar þeir heimsækja Jólamarkaðinn. Út frá Elliðavatnsbænum er fjöldinn allur af gönguleiðum.
Megnið af jólatrjánum sem Skógræktarfélagið selur, koma úr Heiðmörk. Öll trén á markaðnum eru íslensk og eru því mun vistvænni en innflutt tré. Kolefnisspor þeirra er margfalt minna en innfluttra trjáa og þau eru ræktuð án skordýraeiturs. Fyrir hvert selt tré eru 50 gróðursett. Við ætlum að standa á bremsunni gagnvart verðbólgunni og seljum jólatrén á sama verði og í fyrra.
Auk jólatrjánna er boðið upp á hin vinsælu tröpputré, greinabúnt og eldivið.
Skógræktarfélagið fagnar fjölbreytileikanum og hefur um árabil boðið upp á Einstök jólatré. Þetta eru tré með mikla sérstöðu og eru í öllum stærðum, gerðum, formum og tegundum. Það er alltaf mikil stemmning að finna einstöku trén fyrir markaðinn og spennandi að sjá hvaða gersemar hafa fundist í skóginum. Margir fastakúnnar koma sérstaklega til að kaupa einstöku tréin og skemmta sér við að velja, oft á tíðum mjög skúlptúrísk tré. Verðskrá fyrir jólatré og tröpputré má nálgast hér.
Jólamarkaðstré
Á hverju ári býður Skógræktarfélagið myndlistarmanni eða hönnuði að skreyta jólamarkaðstréð. Margrét Katrín Guttormsdóttir textílhönnuður skreytið jólamarkaðstréð. Hún mun aðallega notast við mjúkar greinar víðis sem er algengt að nota í vefnað og blandar þannig saman textílvefnaði og trjávefnaði í litríkum stíl.

Handverksmarkaður
Á handverksmarkaðnum er hægt að finna einstakar jólagjafir unnar af handverksfólki, bændum í matvælavinnslu og listamönnum. Mikið af vörunum eru ekki aðgengilegar í verslunum svo hér gefst einstakt tækifæri til að versla bæði spennandi matvörur og jólagjafir á einum stað. Sérstök áhersla er lögð á vandaðar handunnar vörur úr náttúrulegum efnum, listaverk úr viði svo og innlend matvæli og snyrtivörur.
Handverksmarkaðurinn er staðsettur í fremri og neðri salnum í Elliðavatnsbænum auk þess sem sölukofar eru á torginu við bæinn. Eldsmiður verður að störfum úti við og fleira spennandi að gerast.
Opnunartímar Jólamarkaðsins í Heiðmörk
Jólamarkaðurinn verður í Heiðmörk allar aðventuhelgar, frá klukkan 12:00 til 17:00.
Aðventuhelgar 2024:
30. nóvember – 1. desember
7. – 8. desember
14. – 15. desember
21. – 22. desember
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Elliðavatnsland, 161 Reykjavík, Iceland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Lei\u00f0in a\u00f0 gullinu - Menntahelgi A landsli\u00f0sins, U21 og h\u00e6fileikam\u00f3tunar
Sat Nov 30 2024 at 10:00 am Leiðin að gullinu - Menntahelgi A landsliðsins, U21 og hæfileikamótunar

Reiðhöllin Víðidal

J\u00f3labazar \/ Christmas Bazaar
Sat Nov 30 2024 at 11:00 am Jólabazar / Christmas Bazaar

Grandagarður 8, 101 Reykjavík, Iceland

J\u00f3laf\u00f6ndur Melask\u00f3la
Sat Nov 30 2024 at 11:00 am Jólaföndur Melaskóla

Melaskóli

Morgunb\u00ed\u00f3 \u00e1 Vaiana 2
Sat Nov 30 2024 at 11:00 am Morgunbíó á Vaiana 2

Sambíóin Kringlunni

Kosningakaffi Vi\u00f0reisnar \u00e1 Akranesi
Sat Nov 30 2024 at 11:45 am Kosningakaffi Viðreisnar á Akranesi

Kirkjubraut 40, 300 Akraneskaupstaður, Ísland

Basar KFUK 2024
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Basar KFUK 2024

KFUM og KFUK á Íslandi

J\u00f3lamarka\u00f0urinn vi\u00f0 Austurv\u00f6ll
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Jólamarkaðurinn við Austurvöll

Austurvöllur, Reykjavík

J\u00f3lak\u00f3s\u00fd \u00e1 Gr\u00e6nu stofunni
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Jólakósý á Grænu stofunni

Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík

J\u00f3la\u00feorp Fram
Sat Nov 30 2024 at 02:00 pm Jólaþorp Fram

Handknattleiksdeild Fram

J\u00f3las\u00fdningin \u00ed \u00c1smundarsal 2024
Sat Nov 30 2024 at 02:00 pm Jólasýningin í Ásmundarsal 2024

Freyjugata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Hv\u00edti \u00e1sinn - \u00fatg\u00e1fuf\u00f6gnu\u00f0ur
Sat Nov 30 2024 at 02:00 pm Hvíti ásinn - útgáfufögnuður

Salka

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events