Opnun sýningar - Skuggar tilverunnar

Fri, 04 Apr, 2025 at 05:00 pm

Hafnarstæti 8, 101 Reykjavík | Reykjavík

Hringir.Circles
Publisher/HostHringir.Circles
Opnun s\u00fdningar - Skuggar tilverunnar
Advertisement
Skuggar tilverunnar:
Ég bý þér að staldra við.
Í daglegu amstri nútímans, þar sem hraði og sterk
tenging við stafrænan heim ríkir, er auðvelt
að missa tengsl við sjálfan sig.
Endalaus truflun – samfélagsmiðlar, vinnuálag og
kröfur samfélagsins – færir athyglina út á við,
að afrekum, ásýnd og viðurkenningu, á meðan innri
heimur okkar, sem í raun skilgreinir okkur, gleymist.
Það er einmitt hér sem listin mín Skuggar tilverunnar reynir að hafa áhrif. Hún er sjónræn boðskort til að líta inn á
við, kanna mörg lög sjálfsins og horfast í augu við
þær skuggahliðar sem við forðumst.
Uppspretta minnar sköpunar er innri heimur manneskjunnar—tilfinningar, hugsanir og minningar sem við berum með okkur. Ég sækist eftir að kafa undir yfirborðið, inn í margbreytileika tilverunnar, þar sem ljós og skuggar mætast.
Hvert verk er hannað til að endurspegla margbreytileika
mannlegrar reynslu – gleðina, sársaukann,
ljósið og myrkrið. þetta er áminning um að við berum
öll þessar hliðar með okkur og með því
að vðurkenna þær sköpum við rými fyrir heilun og vöxt.
Verkin bjóða þér að staldra við, horfast í augu við skuggana
og finna styrk í því að faðma allt sem þú ert. Verkin endurspegla
sameiginlega reynslu okkar allra, mannlegu tenginguna sem
sameinar okkur öll.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Hafnarstæti 8, 101 Reykjavík, Hafnarstræti 4, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring: