Advertisement
Hvernig tryggjum við að öll börn hafi raunverulegan aðgang að íþróttum?Hvað hefur áunnist síðustu ár og hvert ætlum við næst?
Allir með verkefnið mun halda málþing þar sem við lítum yfir vegferð verkefnisins, deilum reynslu af vettvangi og ræðum lausnir og næstu skref í átt að íþróttastarfi fyrir öll börn.
Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum í dag, rannsókn um þátttöku, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga sem og þau verkefni og samstarf sem þegar eru í gangi. Við munum ræða hvernig ná megi betur til foreldra, styrkja íþróttafélög og þjálfara ásamt því að skoða úrræði og lausnir sem eru til staðar.
Öllum er velkomið að koma og taka þátt í deginum með okkur og leggja sitt af mörkum til að allir fái að vera með.
Við óskum eftir að fólk skrái sig á málþingið með því að fylla í formið hér: https://forms.gle/mVYx3A8CtPHFy2Us7
Dagsetning: 30. janúar, 2026
Staðsetning: Minigarðurinn, Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Málþingið mun byrja kl. 09:00 og lýkur kl. 12:30 dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
MiniGarðurinn, Skútuvogi 2,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











