Advertisement
Málningarkeppni 2024! Nexus efnir til ársloka-málningarkeppni! Á síðasta ári þá efndum við til fyrstu málningarkeppni síns líka með stærri verðlaunum og meiri pomp og prakt en áður hefur verið gert hér á landi. Móttökurnar voru með endemum frábærar og fengum við meira en hundrað innlegg í keppnina sem prýddu búðina okkar í Janúar. Við ætlum að endurtaka leikinn og hlökkum til að sjá hvað fólk var að brasa þetta árið.
Keppnin er opin öllum módelmálurum, kostar ekki neitt og það eru vegleg verðlaun í boði, endilega látiđ þessar fréttir kvisast út svo sem flestir sem hafa áhuga geti veriđ međ!
Til að taka þátt þá þarf ađ skila: Módeli(módelum), nafni, nafni á módelum og símanúmeri í Nexus.
Þátttaka er frí, þađ opnar fyrir keppnina í Desember og lokaskil verða 30 des, módelin verða svo til sýnis fyrir atkvæðagreiðslu í Janúar.
Til að taka þátt þá þarf módelið ađ hafa verið málað, *af þátttakandanum* árið 2024. Hámarksstærð er miðuð viđ 11 lítil módel, 6 miðlungs módel, eđa eitt stórt. Viđ bönnum risa-risa-risastór módel vegna mögulegra plássvandræða.
Scratch builds, mixed units, 3d prints, conversions, allt velkomið. ATH að draga verður mörkin viđ viðeigandi mótíf, þađ er tímapunktur þar sem "artistic nude" verður að einhverju sem er ađeins of mikið, og þar drögum við mörkin. Sömuleiðis eru dregin mörk viđ ákveðið stig ofbeldis og raun-pólitísk mótíf.
Það eru eftirfarandi categoríur:
"Stök módel, lítil."
"Sveitir."
"Stór módel-annað.".
Taka má þátt einusinni í hverjum flokk.
Til ađ nefna nokkur dæmi um viðeigandi stærðir:
Stök módel, lítill, til dæmis:
Space marine Lieutenant✅
3d prentađ Bust (~10cm)✅
Be'lakor❌ (of stór).
Shatterpoint Ashoka.✅
Sveitir, til dæmis:
Flames of war infantry platoon✅
D&D fígúru adventuring party✅
10 Ard' Boys og Big Boss✅
6 Katapron destroyers og Techpriest.❌ (of margir og stórir).
Shatterpoint Evoks✅
Dante og 3 Sanguinary guard✅
Dante og 6 Sanguinary guard❌(of margir).
Stór módel-annađ, til dæmis:
Armada Star destroyer✅
Be'lakor✅
Deadpool VS Thanos diorama✅
Baneblade✅
Warhound titan❌(of stór)
Angron✅
Armada Super star destroyer❌(of stór)
3d prentađ bust (~20cm)✅
Málaður HG gundam međ standi✅
Málaður MG gundam❌(of stór)
*hvaða breytingar sem geta gerst í millitíðinni, þađ munu ekki breytast neinar reglur um hvaða módel eru leifð í keppninni*
Veitt verða verðlaun fyrir eftirfarandi**:
Fyrsta sæti: Flottasta innleggið með flest atkvæði í allri keppninni.
Annað sæti: Innleggið með nærstflest atkvæði yfir alla keppnina.
Best í keppni: Flottasta Staka módelið.
Best í keppni: Flottasta Sveitin.
Best í keppni: Flottasta Stóra módelið/annað.
**Einstaklingur vinnur einungis til hæstu verðlauna sem eiga við. "Flottasta innlegg í keppninni" mun TD ekki þá einnig vinna "Besti í keppni".
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Álfheimar 74, Glæsibær, 104 Reykjavík, Iceland, Álfheimar 74, 104 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland