Advertisement
MG félag Íslands mun halda ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík, 27. september 2024, Myasthenia Gravis- Lífsgæði og meðferð. Enginn aðgangseyrir er að ráðstefnunni en skráning tryggir pláss. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins, mgisland.is , og þarf að vera lokið fyrir 1. september 2024.Myasthenia Gravis (MG) er sjaldgæfur sjálfsofnæmissjúkdómur í taugavöðvamótum sem veldur sveiflukenndu vöðvakraftleysi og þreytu sem hefur víðtæk áhrif á lífsgæði fólks. Ýmis meðferðarúrræði eru þekkt en þegar um er að ræða svo fátíðan sjúkdóm er almenn þekking og reynsla fagfólks óhjákvæmilega takmörkuð.
MG félagið vill með þessari ráðstefnu breiða út og auka þekkingu á sjúkdómnum. Sjö af fremstu sérfræðingum Norðurlandanna í MG munu halda erindi um sitt sérsvið. Flest þeirra eru höfundar leiðbeininga um meðferð við MG sem kom út í febrúar síðastliðnum*. Dagskráin er þannig saman sett að hún mun nýtast bæði þeim sem þekkja MG og jafnframt þeim sem vita minna.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskránna og nýta þetta einstaka tækifæri til að hlusta á helstu sérfræðinga Norðurlandanna í MG.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hotel Reykjavik Grand, Sigtun 28, IS 105 Reykjavik, Iceland,Reykjavík, Iceland