Mozart og Schumann

Thu Oct 17 2024 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Mozart og Schumann
Advertisement
Líkt og svo mörg tónverka Roberts Schumann á fjórða sinfónían sér djúpar og ástríðufullar rætur í einkalífi tónskáldsins. Hann hóf að semja hana skömmu eftir langþráð brúðkaup sitt og Clöru Wieck og fékk hún frumgerð verksins í 22 ára afmælisgjöf. Sinfónían var langt á undan sinni samtíð og var þar tekið stórt stökk frá hinu hefðbundna klassíska formi. Hún féll því ekki í kramið hjá áheyrendum í fyrstu, og lagði Schumann hana til hliðar. Hann samdi tvær sinfóníur til viðbótar áður en verkið birtist aftur í endurskoðaðri mynd árið 1851 og hlaut þá einróma lof. Á þessum tónleikum er það einn fremsti hljómsveitarstjóri Tékklands, Tomáš Hanus, sem stýrir þessu öndvegisverki, en Hanus er aðalhljómsveitarstjóri þjóðaróperunnar í Wales og steig síðast á svið í Eldborg fyrir réttu ári. Flutningur hans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á áttundu sinfóníu Dvořáks þótti einstaklega vel heppnaður.
Einleikari í fjórða hornkonserti Mozarts er Stefán Jón Bernharðsson, leiðari horndeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stefán Jón er eftirsóttur á erlendri grundu og er reglulega boðið að vera gestaleiðari hjá erlendum hljómsveitum. Á þessu ári hefur hann m.a. leikið með La Scala óperunni og New York Fílharmóníunni. Stefán Jón hljóðritaði fjórða hornkonsert Mozarts með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2000 en þetta verður í fyrsta sinn sem konsertinn hljómar í heild sinni á tónleikum hljómsveitarinnar. Líkt og aðrir hornkonsertar Mozarts var hann saminn fyrir Joseph Leutgeb, sem var ekki aðeins fjölskylduvinur Mozart-fjölskyldunnar heldur einnig fremsti hornleikari sinnar tíðar. Verkið er þannig bæði hávirtúósískt og fullt af innilegum, dillandi húmor, ekki síst í hinu fræga, leikandi skemmtilega lokarondói.
Tónleikarnir hefjast á Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu eftir Béla Bartók þar sem úthugsuð pólýfónía, kraftmikil þjóðlagastef og dulúðug næturtónlist hljóma í bland. Einstakt andrúmsloft verksins hefur skipað því veglegan sess í samtímamenningunni, ekki síst í heimi kvikmyndalistarinnar.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
EFNISSKRÁ
Béla Bartók Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu
Wolfgang Amadeus Mozart Hornkonsert nr. 4
Robert Schumann Sinfónía nr. 4
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Tomáš Hanus
EINLEIKARI
Stefán Jón Bernharðsson
//
Like so many of Robert Schumann's musical works, the Fourth Symphony has deep and passionate roots in the composer's personal life. He began composing it shortly after his long-awaited wedding to Clara Wieck, who received the work as a 22nd birthday gift. With its significant departures from the traditional form, the symphony was in many ways ahead of its time and consequently did not resonate with initial audiences, leading Schumann to set it aside. He composed two more symphonies before the work reemerged in a revised form in 1851, to great acclaim. Conducting this monumental work is the distinguished, Czech Czech conductor Tomáš Hanus. Hanus is the principal conductor of the Welsh National Opera and last appeared on stage in Harpa just over a year ago, conducting a hugely successful Dvořák's Eighth with the ISO.
The soloist in Mozart's Fourth Horn Concerto is Stefán Jón Bernharðsson, the horn section leader of the Iceland Symphony Orchestra. Stefán Jón is highly sought after internationally and is regularly invited as a guest leader by orchestras abroad. This year, he has performed with La Scala Opera and the New York Philharmonic, amongst others. Stefán Jón recorded Mozart's Fourth Horn Concerto with the Iceland Symphony Orchestra in 2000, but this will be the first time the concerto is performed in its entirety by the orchestra in concert. Like Mozart's other horn concertos, it was composed for Joseph Leutgeb, who was not only a close friend of the Mozart family but also the leading horn player of his time. The work is both virtuosic and filled with intimate, playful humor, especially in the famous, light-hearted closing rondo.
The concert kicks off with Music for Strings, Percussion and Celesta by Béla Bartók, where intricate polyphony, powerful folk melodies and mysterious nocturnal music blend. The unique atmosphere of the work has secured its unique place in contemporary culture, especially in the world of film.
PROGRAM
Béla Bartók Music for Strings, Percussion and Celeste
Wolfgang Amadeus Mozart Horn Concerto no 4
Robert Schumann Symphony no 4
CONDUCTOR
Tomáš Hanus
SOLOIST
Stefán Jón Bernharðsson
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

HAUSTR\u00c1\u00d0STEFNA SOLIHULL \u00c1 \u00cdSLANDI
Thu Oct 17 2024 at 01:00 pm HAUSTRÁÐSTEFNA SOLIHULL Á ÍSLANDI

Gróska hugmyndahús

S\u00ed\u00f0degi \u00e1 safninu: Korrir\u00f3 og Dillid\u00f3 \u2013 \u00fej\u00f3\u00f0sagnamyndir \u00c1sgr\u00edms J\u00f3nssonar
Thu Oct 17 2024 at 05:00 pm Síðdegi á safninu: Korriró og Dillidó – þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

A\u00f0alfundur 2024
Thu Oct 17 2024 at 05:00 pm Aðalfundur 2024

Finnsson

Activated for Revival - Ana Werner & Team from USA
Thu Oct 17 2024 at 07:00 pm Activated for Revival - Ana Werner & Team from USA

Fossaleynir 14, 112 Reykjavíkurborg, Ísland

Bogomil Font og hlj\u00f3msveit \u00e1 Kaffi Fl\u00f3ru
Thu Oct 17 2024 at 08:00 pm Bogomil Font og hljómsveit á Kaffi Flóru

Kaffi Flóra Garden Bistro

Jazz \u00ed Dj\u00fapinu \/\/ Bento Box Trio
Thu Oct 17 2024 at 08:30 pm Jazz í Djúpinu // Bento Box Trio

Veitingahúsið Hornið

D\u00e1nara\u00f0sto\u00f0 - reynsla annarra landa
Fri Oct 18 2024 at 12:30 pm Dánaraðstoð - reynsla annarra landa

Dunhagi 7, 107 Reykjavík, Iceland

Milli\u00feing SUS 2024 \u00ed Skagafir\u00f0i.
Fri Oct 18 2024 at 01:00 pm Milliþing SUS 2024 í Skagafirði.

Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, Iceland

!\ufe0fS\u00ed\u00f0ustu Aldam\u00f3tat\u00f3nleikarnir!\ufe0f
Fri Oct 18 2024 at 06:00 pm !️Síðustu Aldamótatónleikarnir!️

Háskólabíó

Natural Born Killers - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Oct 18 2024 at 08:00 pm Natural Born Killers - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events