Advertisement
Fimmtudaginn 16 október kl. 17 verður efnt til útgáfuteitis í bókaverslun Eymundsson í Smáralind vegna bókarinnar Mamma og ég - myndir og minningar. Léttar veitingar í boði. Kolbeinn Þorsteinsson, höfundur bókarinnar, les upp úr bók sinni og segir frá tilurð hennar.
Mamma og ég er saga mæðginanna Kolbeins Þorsteinssonar og Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. Ásta var þjóðþekkt sem rithöfundur og nánast goðsögn vegna skrifa sinna.
Einkalíf hennar var þó enginn dans á rósum og undirstrikar að sitt hvað er gæfa eða gjörvileiki. Ásta glímdi við óreglu lengst af ævi sinni og barðist við þá djöfla sem fylgja fíkninni.
Kolbeinn segir söguna frá sjónarhóli barnsins og lýsir þeim mikla sársauka sem fylgir því að vera móðurlaus í umsjón barnaverndarnefndar og vandalausra og horfa upp á mömmu sína hverfa inn í myrkur stjórnlausrar neyslu.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Smáralind, H&m, Hagasmári, 201 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland