Advertisement
Borgarfjörður Eystri, Bræðslan, Á móti sól og Rock Star eru kannski helstu fyrirbærin sem koma upp í hugann þegar nafn Magna Ásgeirssonar, tónlistarmanns, ber á góma. Austfirðingurinn knái rekur í dag tónlistarskóla á Akureyri þegar hann er ekki að skemmta Íslendingum ýmist með hljómsveitinni sinni eða í alls kyns verkefnum. Magni er fádæma duglegur og afkastamikill og virðist sjaldan sitja auðum höndum enda eftirsóttur mjög. Lög af sólóplötum, lög með Á móti sól, tónlist Queen og jafnvel eitthvað af meiði söngleikja er líklegt til að rata inn á dagskrá tónleikanna.Þeim til aðstoðar verður Árni Þór Guðjónsson.
Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, fagnar nú stórafmæli og dagskrá vetrarins er í senn spennandi, fjölbreytt og áhugaverð! Af fingrum fram birtist landsmönnum fyrst í formi sjónvarpsþáttar sem hlaut Edduverðlaunin á fyrsta vetri en fyrir 15 árum ákvað gestgjafinn að prófa að færa þessa hugmynd inn á svið Salarins í Kópavogi við mikinn fögnuð Íslendinga sem hafa flykkst á tónleikaröðina allar götur síðan.
Forsala stendur til 10.ágúst 2024.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland
Tickets