Light Language Activation með Lifandi Tónlist & Cacao ⚡️

Tue Feb 10 2026 at 08:00 pm to 10:00 pm UTC+00:00

REYR Studio | Reykjavík

Lif\u00f0u betur me\u00f0 \u00fe\u00e9r
Publisher/HostLifðu betur með þér
Light Language Activation me\u00f0 Lifandi T\u00f3nlist & Cacao \u26a1\ufe0f
Advertisement
Langar þig að opna á & virkja hálsstöðina þína 💫
Langar þig að efla þína andlegu tengingu og skoða hvert röddin þín og ljósatungumálið þitt leiðir þig áfram💫
Þú þarft ekki að vera með neinn grunn eða annað til þess að taka þátt aðeins tog, forvitni & löngun til að vera með 💫
Ljósatungumál / Light language er tungumál sálarinnar, tíðni og kóðar handan þess rökfasta. Orka og heilun sem getur hjálpað við að tengjast æðri vitund og innsæi.
Ljósatungumál er ekki eitthvað sem þarf að skilja eða rökstyðja með huganum, heldur eitthvað sem þú finnur með hjartanu. Þegar ljósatungumál er virkjað getur það losað um innri hindranir og komið okkur í samband við sannleika okkar, heilað og veitt stuðning í daglegu lífi og í andlegri iðkun.
Ljósatungumál er ekki endilega “tungumál” það geta verið hljóð, hmmm, söngur, hreyfingar handa og fleira sem líkaminn þinn eflir í orkunni.
Að hlusta á aðra virkja tungumálið sitt getur opnað inn á okkar eigin rödd, það getur líka eitt og sér hreyft verulega við orkunni innra með þér og hreinsað og heilað orkustöðvar þínar án þess að þú náir að opna á þína eigin rödd.
Á þessum viðburði ætlum við að bjóða þér að opna hjartað þitt fyrir ljósatungumálinu, þar sem þú leyfir þér að taka á móti heilun og orkuflæði frá mismunandi iðkendum, eða frá einum eða tveimur sem sál þín finnur samhljóm með.
Það er mikilvægt í allri orkuvinnu að sleppa tökunum á niðurstöðunni, að fela alheiminum löngun þína til að virkja ljósmálið, án nokkurrar bindingar við hvort það muni nokkurn tíma gerast eða ekki (það er auðveldara sagt en gert!). Því alheimurinn elskar flæði – hann lokar sig þegar við þrýstum of fast eða höldum of fast í það sem við þráum.
Við bjóðum þér að koma með opinn huga, þiggja hjartaopnandi Cacao, gera með okkur æfingar sem opna á röddina þína, orkuna og innri slökun þannig að varnarveggir þínir falla og þú opnar fallega inn í ró taugakerfis þíns.
Danni mun leiða undurfagra og orkuopnandi tóna á meðan viðburðinum stendur og getur víbringur tónanna opnað á hjálpað til við að hreyfa við því sem þarf að hreyfa innra með þér.
Tónheilun vinnur beint með titring líkamans, orku kerfisins og vitundarinnar. Með hljóði, tónum og tíðnum er skapað rými þar sem hugurinn róast, varnarlög leysast upp og hjartað fær að opnast. Í þessu djúpa slökunarástandi getur líkaminn munað það sem býr handan orða.
Ljósatungumálið er ekki lært með hugsun, heldur leyft að streyma í gegnum okkur. Tónheilun hjálpar til við að stilla orkuna þannig að straumurinn fái að koma fram á náttúrulegan hátt. Þegar frumur líkamans byrja að hljóma í samhljómi við heilandi tíðnir, getur röddin opnast sem farvegur fyrir ljós, upplýsingar og meðvitund.
Hljóðið virkar sem lykill — það opnar dyr inn á við, framhjá rökhyggju og stjórnun, inn í það rými þar sem ljósatungumálið býr. Þar er ekkert sem þarf að þvinga fram; aðeins að hlusta, leyfa og treysta flæðinu. Í samveru tóns og kyrrðar getur ljósatungumálið vaknað, mjúklega og á sínum eigin tíma, sem náttúruleg tjáning sálarinnar.
Verð: 9500 kr
Við hlökkum til að vera með þér ❤ Jóní, Kolbrún og Danni
Þú bókar þig með því smella á “tickets”
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

REYR Studio, Fiskislóð 31, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets
Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Brennu-Nj\u00e1ls D\u00c6TUR
Wed, 11 Feb at 05:30 pm Brennu-Njáls DÆTUR

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Me\u00f0 allt \u00e1 bakinu
Wed, 11 Feb at 07:30 pm Með allt á bakinu

Katrínartún 4, 105 Reykjavík, Iceland

Framhalds n\u00e1mskei\u00f0 \u00ed Vatnsme\u00f0fer\u00f0 - Aguahara Stig 2
Thu, 12 Feb at 09:00 am Framhalds námskeið í Vatnsmeðferð - Aguahara Stig 2

Hátún 12, 105 Reykjavíkurborg, Ísland

N\u00e1mskei\u00f0: Hvernig geta \u00f6ryrkjar veri\u00f0 sj\u00e1lfst\u00e6tt starfandi?
Thu, 12 Feb at 02:00 pm Námskeið: Hvernig geta öryrkjar verið sjálfstætt starfandi?

Mannréttindahúsið

N\u00fdtt \u00e1r, einfaldara l\u00edf | Kynning \u00e1 KonMari
Thu, 12 Feb at 05:00 pm Nýtt ár, einfaldara líf | Kynning á KonMari

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

ReykjaDoom: Grafn\u00e1r, Kastalar, Afturganga
Fri, 13 Feb at 07:00 pm ReykjaDoom: Grafnár, Kastalar, Afturganga

Sportbarinn Ölver

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events