Advertisement
Við höldum kynningarkvöld fyrir undirbúningsnámskeiðin fyrir Laugavegshlaupið og Fimmvörðuhálshlaupið. Skráningu í Laugavegshlaupið lýkur á miðnætti 12. nóvember! Skráning í Fimmvörðuhálshlaupið er hafin og seldist það upp í fyrra.
Í hádeginu kl. 12:00 þann 19. nóvember tilkynnir Laugavegshlaupið hverjir fá skráningu í keppnina. Skráning á Laugavegsnámkeiðið hefst á sama tíma.
Kynning á námskeiðunum verður haldin í verslun 66°Norður Faxafeni sama kvöld, 19. nóvember kl. 19:30. Öll velkomin!
Námskeiðin eru í höndum reyndra hlaupaþjálfara í skemmtilegum félagsskap. Sameiginlegar æfingar, fjölbreytt og markviss æfingaprógröm ásamt fræðslu.
Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og verður haldið í 10. skiptið á næsta ári. Námskeiðið býður uppá faglega handleiðslu, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku.
Umsjón Laugavegsnámskeiðs: Elísabet Margeirsdóttir hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Reynslumiklir þjálfarar koma að námskeiðinu og fylgja hverjum hraðahóp og getustigi.
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á að hlaupa Laugavegshlaupið 2026. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 8. apríl og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 11. júlí 2026.
Nánari upplýsingar og skráning á Laugavegsnámskeiðið: https://natturuhlaup.is/namskeid/laugavegsnamskeid/
ATH. Skráning í Laugavegshlaupið sjálft er opin til og með 12. nóvember á www.laugavegshlaup.is Skráning og skráningargjald í Laugavegshlaupið er ekki innifalin í undirbúningsnámskeiðinu.
5VH/Fimmvörðuhálsnámskeiðið er 15 vikna hlaupaprógram fyrir fólk sem vilja þjálfa sig upp í að taka þátt í 5VH hlaupinu 8. ágúst eða öðru 20-30 km utanvegahlaupi síðla sumars. Námskeiðið, sem verður haldið í þriðja sinn á næsta ári, byggir á grunni hins vinsæla undirbúningsnámskeiðs fyrir Laugavegshlaupið, en fyrir hlaupara sem vilja byrja á spreyta sig á styttri vegalengd í utanvegahlaupunum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. apríl og stendur fram að 5VH hlaupinu 8. ágúst.
Námskeiðið byggir upp góðan grunn fyrir þau sem stefna á Laugavegshlaupið eða lengri hlaup í framtíðinni. 5VH keppnin yfir Fimmvörðuháls í ágúst gefur ITRA stig.
Nánari upplýsingar og skráning á 5VH námskeiðið: https://natturuhlaup.is/namskeid/5vh-namskeid/
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Verslun 66°Norður Faxafeni, Faxafen 12, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










