Advertisement
Það ríkir sannkölluð karnivalstemning á vortónleikum Litla tónsprotans þar sem glens og grín er leiðarstefið. Dagskráin hefst á sannkallaðri skemmtiferð í gegnum nokkur af glaðlegustu verkum Mozarts og endar í sjálfu Karnivali dýranna eftir Camille Saint-Saëns.Það er Jóhann Kristinsson, söngvari og kynnir, sem bregður sér í fuglsgervi, syngur aríu Fuglafangarans úr Töfraflautunni og flytur smellin kvæði Þórarins Eldjárns við Karnival dýranna. Dýrin í Karnivalinu hafa verið heimilisvinir tónlistarunnenda um allan heim allt frá útgáfu þessa skemmtilega og litríka verks. Dýrin eiga öll sínar raddir sem hljóma frá ólíkum hljóðfærum hljómsveitarinnar og einkenni þeirra eru skýrt dregin fram á hnyttinn máta. Rán Flygenring situr á stóra sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu eftir því sem ævintýrinu vindur fram. Dýrin birtast því hlustendum ljóslifandi á stóra tjaldi Eldborgarsalar líkt og fyrir töfra undir dynjandi hljóðfæraslætti. Karnival dýranna, að undanskildum Svaninum, var ekki gefið út fyrr en eftir lát tónskáldsins þar sem Saint-Saëns þótti glettni og léttleiki verksins geta skaðað orðspor sitt sem tónskálds — verkið væri einfaldlega of skemmtilegt.
*Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.
Efnisskrá
Camille Saint-Saëns Karnival dýranna
Hljómsveitarstjóri
Kristian Sallinen
Einsöngvari og kynnir
Jóhann Kristinsson
Teikningar
Rán Flygenring
Ljóð
Þórarinn Eldjárn
//
Joy and humour are the guiding principles of this wonderful carnival concert for the whole family. The program begins with a a brief tour through some of Mozart's most mirthful works and ends with Saint-Saëns' Carnival of the Animals.
Jóhann Kristinsson, singer and presenter, takes on the role of the birdcatcher from The Magic Flute and recites Þórarinn Eldjárn's witty and delightful poems that accompany Saint Saëns' masterpiece, The Carnival of the Animals. The animals in the carnival have been beloved companions of music enthusiasts worldwide since the release of this brilliant piece. Each animal has its own voice, echoing from different instruments of the orchestra and their characteristics are vividly brought out in a whimsical manner. Rán Flygenring sits on the big stage, drawing the animals in the carnival, large and small, as the adventure unfolds. The animals thus come alive to the listeners, vividly portrayed on the large canvas of Eldborg Concert Hall, as if conjured by the magical soundscape. With the exception of the movement of The Swan, The Carnival of the Animals was not published until after the composer's death,, as Saint-Saëns felt that the levity of the piece might harm his reputation as a serious composer — the piece was simply too enjoyable.
Program
W.A. Mozart Musical Joke, 4th movement
W.A. Mozart The Bird Catcher‘s Song from The Magic Flute
Camille Saint-Saens The Carnival of the Animals
Conductor
Kristian Sallinen
Soloist
Jóhann Kristinsson
Illustrations
Rán Flygenring
Poems
Þórarinn Eldjárn
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland