Advertisement
Listasafn Reykjavíkur sýnir vídeóverkið Reanimation (2010/2012/2013) eftir Joan Jonas. Verkið er sýnt með góðfúslegu leyfi listamannsins og Gladstone GalleryVídeóverkið Reanimation (2010/2012/2013) eftir Joan Jonas verður til sýnis í Hafnarhúsi vikuna 6.- 11. september. Tilefnið er þátttaka listamannsins í viðburði með Ragnari Kjartanssyni þann 11. september þar sem þau ræða hvernig skáldverk Halldórs Laxness urðu þeim innblástur í gerð sjálfstæðra myndlistarverka. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Gljúfrastein.
Reanimation sækir í bók Halldórs, Kristnihaldi undir jökli (1968), þar sem hinn ungi sendiboði Umbi fer undir Snæfellsjökul með segulband að vopni til að rannsaka embættisverk séra Jóns Prímusar. Ferðin verður sífellt torsóttari og Umbi áttar sig smám saman á því að mörkin á milli hins raunverulega og yfirnáttúrulega eru ekki lengur skýr. Í verkinu blandar Jonas saman texta, tónlist, teikningum, leikmunum og hreyfimyndum úr fyrri verkum sínum, og stígur sjálf fram sem sögumaður, töframaður og spákona. Með Reanimation brýtur hún upp hefðbundin frásagnarform og kannar hvernig þjóðsögur og dulspeki skapa nýjar leiðir til að öðlast þekkingu um veruleikann og hringrás náttúrunnar.
Reanimation er aðgengilegt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi frá laugardeginum 6. til fimmtudagsins 11. september.
© Joan Jonas/Artists Rights Society (ARS), New York, Courtesy of the artist and Gladstone.
//
Reykjavik Art Museum presents the video work Reanimation (2010/2012/2013) by Joan Jonas. Courtesy of the artist and Gladstone Gallery.
The video work Reanimation (2010/2012/2013) by Joan Jonas will be on view at Hafnarhús from September 6–11. The occasion is the artist’s participation in an event with Ragnar Kjartansson on September 11, where they will discuss how Halldór Laxness’s writing served as inspiration for the creation of independent artworks. The event is held in collaboration with Gljúfrasteinn museum.
Reanimation draws on Laxness’s novel Under the Glacier (1968), in which the young messenger Umba ventures beneath Snæfellsjökull glacier with a tape recorder to investigate the official conduct of Reverend Jón Prímus. The journey becomes increasingly complex, and Umba gradually realizes that the boundaries between the real and the supernatural are no longer clear. In the work, Jonas combines text, music, drawings, props, and reanimated videos from her earlier works, appearing herself as narrator, magician, and prophet. With Reanimation, she breaks apart conventional narrative structures and explores how folklore and mysticism open new ways of gaining knowledge about reality and nature.
Reanimation is on view at Reykjavik Art Museum – Hafnarhús from Saturday, September 6 to Thursday, September 11.
© Joan Jonas/Artists Rights Society (ARS), New York, Courtesy of the artist and Gladstone.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland, Tryggvagata 17, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets