Advertisement
Formleg opnun Jóladalsins 2024 verður við tjörnina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 29. nóvember kl. 17:30. Þá mun borgarstjóri, Einar Þorsteinsson opna Jóladalinn og flytja jólakveðju til borgarbúa og -gesta. Það verður ævintýri líkast að ganga um garðinn í jólaljósunum, heimsækja dýrin og þau sem þora geta heimsótt sjálfan jólaköttinn. Kvöldopnanir verða alla aðventuna líkt og undanfarin ár en opið verður til klukkan 20 föstudaga til sunnudaga frá 29.nóvember til jóla. Verkefnið Jólaland í Laugardalnum var kosið í hverfakosningum í fyrra og því býður „Hverfið Mitt“ öllum að heimsækja jólaljósaskreyttan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn frá kl. 17 – 20 föstudaga til sunnudaga á aðventunni. Hefðbundinn opnunartími er annars alla daga frá kl. 10 til 17 og þá gildir hefðbundinn aðgangseyrir.
Á kvöldopnunum verður hægt að fara í hringekjuna, tónlist mun óma, matarvagnar verða á staðnum fyrir svanga gesti og drykkir og notalegheit í veitingaskálanum. Ratleikur fyrir alla fjölskylduna verður aðgengilegur í gegnum smáforritið Húsdýragarður – viskuslóð sem finna má i snjallverslunum snjalltækja. Hundaeigendum sem hafa skráð sína hunda hjá sínu sveitarfélagi er boðið að taka besta vininn með í kvöldheimsókn.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn/Reykjavik Family Park and Zoo, Reykjavík, Iceland