Advertisement
Á sunnudaginn ætlum við að vera búin að grafa upp jólakúlurnar sem skreyttu Erluhólabrekkuna í fyrra og vera mætt með þær kl 11 við Árbæjarstíflu, Breiðholts megin. Við komumst að því í fyrra að það er ekkert sérstaklega sniðugt að vera í keppni við vini sína, amk ekki svona rétt fyrir jól, svo núna biðjum við um aðstoð við að koma kúlunum upp og skreyta brekkuna.
Það má hengja upp margar kúlur í hverri ferð, en það er æskilegt að ganga alla brekkuna amk einu sinni í þessum skreytingarviðburði.
Við eigum alveg slatta af jólakúlum sem eru komnar með reynslu af því að skreyta brekkuna. Því er hægt að fá hjá okkur klúlur. Það er líka í boði að koma með sitt eigið skraut. Við getum þó ekki borið ábyrgð á neinu skrauti. Einnig þarf að hafa í huga að gler og pappír þolir illa íslenskt jólaveðurfar.
Við heyrðum af mörgum sem gerðu sér ferð í brekkuna um síðustu jól og nutu þess að skoða jólaskrautið og líka af fólki sem gladdist yfir skreyttri brekku þegar það átti leið þar um og vissi ekki að hún væri í jólabúningi.
Við viljum því að brekkan gleðji aftur í ár og þurfum hjálp.
Svo vöndum við okkur við að ganga vel um og skilja ekkert rusl eftir.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Árbæjarstífla, Elliðaárdalur,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











