Advertisement
Söngskóli Sigurðar Demetz ásamt Landssambandi blandaðra kóra bjóða ungum söngvurum á Íslandi að sækja um að taka þátt í Heimskór æskufólks eða World youth choir.Hvað er World youth choir?
Heimskór æskufólks eða World youth choir er kór þar sem koma saman 64 af bestu ungu kórsöngvurum frá öllum heimsins hornum og vinna undir stjórn færustu stjórnenda heims. Aldurstakmark er 17-26 ára. Sótt er um að komast að og mega 12 umsóknir berast frá hverju landi. Kórinn starfar í um 3 vikur á hverju ári og skiptist tíminn í annars vegar æfingatímabil og svo ferðalög þar sem haldnir eru tónleikar, oftast í nokkrum löndum.
Nánari upplýsingar um kórinn má finna á ensku hér fyrir neðan.
Hvenær er næsta tímabil?
Næsta tímabil er frá 13. júlí til 1. ágúst.
Hvert verður ferðast?
Æfingar fara fram í Catalonia á Spáni og svo verður ferðast um norðurhluta Spánar og Frakkland til að halda tónleika.
Hvað verður sungið?
Prógrammið mun samanstanda af evrópskri kórtónlist eftir t.d.
Ralph Vaughan Williams, Pēteris Vasks, Arnold Schönberg, Alfred Schnittke, og Frank Martin, auk þjóðlagatónlistar og frumflutnings á nýju verki. Stjórnandi verður hinn alþjóðlega þekkti Daniel Reuss.
Hvað kostar?
Þátttakendur greiða flugmiða fram og til baka til Spánar auk 100 evru þátttökugjalds (um 15.000 kr). Annað er þeim að kostnaðarlausu, en þó þarf að hafa með sér vasapeninga.
Hvernig sæki ég um?
Prufa fyrir WYC 2025 verður haldin í Söngskóla Sigurðar Demetz þann 28. nóvember næstkomandi kl 19.30-22.30. Þátttakendur verða að vera búnir að skrá sig fyrir 21. nóvember á netfangið [email protected]. Eftir skráningu fá þátttakendur sendar nótur af bút úr verkinu Warum ist das Licht gegeben dem Mühseligen?eftir Johannes Brahms sem þau þurfa að vera búin að æfa fyrir prufuna. Auk þess syngur hver þátttakandi eina aríu eða ljóð að eigin vali sem má taka allt að 2 mínútum. Einnig syngja þátttakendur skala sem sýnir raddbreidd og svo er nótnalestraræfing sem ekki verður hægt að æfa sig fyrir.
Get ég sótt um þó ég sé ekki á höfuðborgarsvæðinu?
Já, svo lengi sem þú hefur kennara eða annan tónlistarmann á svæðinu sem getur hjálpað þér með inntökuprófið. Hafið samband við Hallveigu Rúnarsdóttur í síma 898-4978 til að fá nánari upplýsingar.
World Youth choir bio:
The World Youth Choir (WYC) is an international ensemble of the best young choral singers from all over the world. Established in 1989, it brings together up to 100 remarkable young talents, between the ages of 17 - 26, for a session and tour every year.
The choir is created fresh each year, through a series of competitive national and online auditions, overseen by a professional international jury. Whilst the singers, conductors and locations change annually, the spirit of the WYC always stays intact: and that is one of intercultural understanding, high-level musicianship and international friendship.
Over the course of its 30 years of history, the World Youth Choir had over 1000 participating young singers from 75 different countries, many of whom have gone on to lead extraordinary careers in music. The choir has performed over 300 concerts in 37 different countries and has become a global symbol for peace, unity and harmony; being recognised as a UNESCO Artist for Peace (1996-1998), as well as performing at the Olympic Games (1992, 2008) and Nobel Peace Prize Ceremony (2011). It is a phenomenal educational, artistic and social programme that greatly impacts the lives of young singers as well as the audiences they outreach.
This unique global ensemble is made possible through its founders and patrons: the European Choral Association - Europa Cantat, the International Federation for Choral Music and JM International. Together they guide the WYC Foundation that aims to inspire many more generations of singers through the spirit and music of the World Youth Choir.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ármúli 44, 3.hæð 108 Reykjavík, Iceland, Ármúli 44, 108 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland