Advertisement
Hliðarspor er ópera í fullri lengd, byggð á þriðja leikritinu í þríleik Beaumarcahis, sem fjallar um Figaró og fólk honum tengt. Miðasala á tix.is: https://tix.is//event/18772/hlidarspor-figaro-thrileikur Fyrst kom Rakarinn í Sevilla, svo Brúðkaup Figarós og þriðja leikritið er Hin seka móðir (La mère coupable), sem gerist í höll greifans u.þ.b. 20 árum eftir að Brúðkaupi Figarós lýkur. Þórunn Guðmundsdóttir samdi óperuna Hliðarspor (bæði texta og tónlist) út frá þessu leikriti og gefst nú tækifæri til að sjá hana í samhengi við hinar tvær óperurnar. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, en meðal söngvara eru Björk Níelsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason, Þórhallur Auður Helgason, Guðrún Brjánsdóttir, María Konráðsdóttir, Erla Dóra Vogler og Hafsteinn Þórólfsson.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland