Advertisement
Mjög krefjandi og löng ganga óhefðbundna leið á Heklu frá Næfurholti, þar sem farið er úr byggð um Rauðöldurnar, hraunið og gígana suðvestan megin sem er stórkostlegur öðruvísi heimur á þessu magnaða eldfjalli. Náum mars-mánuði á Heklu og til vara er maí, við erum að safna öllum tólf mánuðunum.Mikilvægar tilkynningar:
*Eingöngu farið í mjög góðri veðurspá, þurru, lygnu og björtu veðri þar sem dagurinn er mjög langur. Ef ekki tekst að fara í mars-mánuði þá verða maí og júní til vara, þar sem við erum að safna mánuðum á Heklu og erum búin með apríl.
*Þessi ferð jafnast á við flotta jöklaferð og undirbúningur skal vera í samræmi við það, hvað varðar úthald og búnað (þó ekki hvað varðar sprungur og línur).
*Þessi ganga er eingöngu fyrir þá sem eru mjög vel undirbúnir líkamlega og göngulega séð, hafa gengið síðustu vikurnar og tekið nokkrar dagleiðir í fjallgöngum og eru tilbúnir til að vera á göngu í 13 - 14 klukkustundir. Vegalengdin er mjög löng og krefjandi þar sem farið er upp og niður ávalt og greiðfært landslag að mestu, en þó með brölti yfir hraun að hluta, alls kyns hóla og hæðir og gíga og misbrattar brekkur upp Heklu í snjó, þar sem gæta þarf varúðar varðando hita frá jörðu sem bræðir snjóinn neðan frá (sjá ferðasöguna frá árinu 2014).
*Við fylgjum leiðinni sem var farin árið 2014 en snjóalög hafa mikil áhrif á yfirferðina og getur snjórinn hjálpað mikið til yfir hraunið en um leið verið þungfært kílómetrunum saman, eins og á jökli.
*Búast má við myrkri síðasta hlutann til baka (lendum um kl. 21 miðað við 13 klst. göngu, brottför úr bænum kl. 06 og 2ja tíma akstur hvora leið) - og því er nauðsynlegt að vera með höfuðljós, við munum þurfa að fara yfir Rauðöldurnar líklega í myrkri.
*Fólksbílafært á malbikaðri leið.
*Farið með leyfi bóndansí Næfurholti.
*Keðjubroddar, ísexi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður allra NB. Þeir sem ganga með okkur á veturna þurfa að eiga þennan búnað, það er margfalt þess virði að eiga hann og komast á fjöll eða leiðir sem eru okkur annars utan seilingar. Notum hann reglulega yfir vetrartímann svo hann sé okkur tamur og ekki síður til að geta upplifað töfrana á þessum árstíma.
*Ljósmynd ferðar er úr afreksgöngunni 26. apríl 2014 þar sem gengið var frá Næfurholti fram og til baka, en eins og sést í ferðasögunni voru með í för höfðingjar Toppfara sem öll eru þarna komin fram yfir sextugt og sum vel yfir það; Aðalheiður, Björn Matt., Gerður Jens., Guðmundur Jón og Katrín Kj. og voru þau í engum vandræðum í þessari göngu, sem segir allt um hvílíkt afreksfólk þetta er.
https://www.toppfarar.is/tindur107_hekla_260414.htm
*Upplýsingar um öll Heklugos og annar frábær fróðleikur í Heklusetrinu Leirubakka: http://www.leirubakki.is/Default.asp?Page=257 Upplýsingar af vef Hálendishótelsins í Hrauneyjum: http://hrauneyjar.is/IS/Ahugaverdir-stadir/Hekla,-eldfjallid-vidfraega_231/default.aspx Frá veðurstofunni frá því í síðasta gosi árið 2000: http://hraun.vedur.is/ja/heklufrettir.html Veðurstofan varðandi viðbrögð við eldgosi utandyra: http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/eldgos_vidbrogd/ Sjá vefmyndavélina á Búrfelli af Heklu á veðurstofuvefnum: http://www.ruv.is/hekla. Sjá Hekluvöktun varðandi járðskjálfa og eldgosahættu: http://hraun.vedur.is/ja/hekluvoktun
*Frá því við gengum fyrst á Heklu með Toppfara árið 2007 og þá með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, var búist við Heklugosi hvað úr hverju þar sem hún átti að gjósa á tíu ára fresti. Árin á eftir 2009, 2011, 2014, 2017, 2023 og 2024 var okkur alltaf tíðrætt um áhættuna á eldgosi sem að sjálfsögðu er til staðar, ekki eingöngu á 10 ára fresti heldur er áhættan stöðug eins og á öðrum virku svæðum á landinu, Eyjafjallajökli, Öræfajökli, Fimmvörðuhálsi, Hengilssvæðinu, Reykjanesi og árið 2022 bættist Öskjusvæðið við og árið 2023 einnig Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið.
Allt eru þetta mjög vinsæl göngusvæði og mikill fjöldi ferðast þar um síðustu sumur, m. a. stórir íslenskir gönguhópar. Nú hefur verið af og á með óvissustig á nokkrum vinsælum göngusvæðum á landinu síðustu ár, m. a. á Öskjusvæðinu, í Þórsmörk og á Torfajökulssvæðinu að ónefndu Reykjanesinu. Slíkt hefur ekki stoppað menn í daglegar göngur á þessi svæði. Mjög gott símasamband er á Heklu sem á t. d. ekki við um nokkur ofangreind virk jarðhræringasvæði, flóttaleið keyrandi ofan af og frá Heklu er betri en á sumum ofangreindra svæða, Hekla er greiðfær leið þar sem auðvelt er að fara hratt niður ef á þarf að halda og hvergi er grjóthrunshætta eða álíka ef jarðskjálftar verða eins og er t. d. á Herðubreið, við Grænahrygg, í Þórsmörk o.fl. Við köllum eftir að menn séu samkvæmir sjálfum sér í gagnrýni á hvar megi ganga og hvar ekki út frá óvissu með eldgos og jarðhræringar og að hentisemi sé ekki látin ráða för í þeirri umræðu. Berum alltaf virðingu hvort fyrir öðru og hjálpumst alltaf að í umræðu og vangaveltum í fjallamennskunni, sama hver, hvar, hvernig og hvenær.
Verð:
Kr. 7.000 fyrir klúbbmeðlimi sem mættu í tindferð síðustu 2 mánuði eða ef bæði hjón/par/vinir mæta.
Kr. 9.000 fyrir klúbbmeðlimi ef ofangreindur afsláttur gildir ekki.
Kr. 12.000 fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Ferð er ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Allar upplýsingar um ferðina á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/hekla-fra-naefurholti
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hekla, Laugavegur 170, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland