Advertisement
Forsala hefst 23. sept á póstlista TIX og almenn sala 25. sept kl 12! 🎫Hljómsveitirnar HAM og Apparat Organ Quartet troðfylltu Eldborg fyrr á þessu ári undir samheitinu HAMPARAT.
Það má fullyrða að þeir sem voru viðstaddir þennan samruna séu enn að jafna sig. Gagnrýnendur voru á einu máli um að sjaldan hefði Eldborg verið nærri því að standa undir nafni og breyst í "vélrænt helvíti, og það var unaðslegt", eins og Jónas Sen skrifaði svo eftirminnilega í fimm stjörnu dómi sínum á Vísi. Hann bætti við: "Ég veit ekki hvort ég get mælt með þessu. Ég veit ekki heldur hvort ég vil að þetta gerist aftur. En ef það gerist - þá verð ég mættur. Ekki af því ég vil það, heldur af því ég get ekki annað". "Hamparat sýndu fram á að tónlist getur verið meira en list - hún getur verið vopn" - "Þetta var árás á eðlilega skynsemi og hún heppnaðist fullkomlega".
HAMPARAT hefur nú ákveðið að gleðja landsmenn með því að glæða aftur eldinn í Eldborg þann 6. mars n.k.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets