Advertisement
Elsku vinirÍ tilefni af stórafmæli mínu ætla ég að bjóða til stórafmælistónleika föstudaginn 24. október í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Þar verður þessum áfanga fagnað með einstakri tónlistarveislu sem ekki verður endurtekin. Blúsinn verður þar fyrirferðarmestur en einnig mun ég syngja gospeltónlist í anda Mahaliu Jackson.
Blússveit Þollýjar sér um tónlistina en hana skipa:
Þollý Rósmunds söngur
Friðrik Karlsson gítar
Tryggvi Hubner gítar
Jonni Richter bassi
Fúsi Óttars trommur
Sérstakur gestur verður Matthías Baldursson sem mun ýmist spila á konsert flygil eða þenja eitt best grúvandi hammondorgel landsins af sinni einstöku snilld.
Einstök tónlistardagskrá sem ekki verðu endurtekin.
Frítt inn - en fyrir þá sem vilja gleðja afmælisbarnið verður kassi fyrir frjáls framlög á staðnum.
Kaffi, léttar veitingar og samvera í hliðarsal að tónleikadagskrá lokinni.
Mér þætti virkilega vænt um að sjá ykkur - verið hjartanlega velkomin <3
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Óháði söfnuðurinn, Háteigsvegur 56, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland