Glæpafár á Íslandi | Bókakaffi með Stefáni Mána og Unni Lilju

Mon Oct 21 2024 at 04:30 pm UTC+00:00

Borgarbókasafnið Árbæ | Reykjavík

Borgarb\u00f3kasafni\u00f0
Publisher/HostBorgarbókasafnið
Gl\u00e6paf\u00e1r \u00e1 \u00cdslandi | B\u00f3kakaffi me\u00f0 Stef\u00e1ni M\u00e1na og Unni Lilju
Advertisement

Upplestur og spjall um glæpasögur
Rithöfundarnir Stefán Máni Sigþórsson og Unnur Lilja Aradóttir eru unnendum glæpasagna að góðu kunn. Þau mæta til okkar á bókakaffi, lesa upp og spjalla um bækur sínar.
Bækur Stefáns Mána njóta mikilla vinsælda og hefur ein aðalsögupersónan, lögreglumaðurinn Hörður Grímsson fallið lesendum sérlega vel í geð. Hörður spratt fram á sjónarsviðið í bókinni Hyldýpi 2009. Fyrsta bók Stefáns kom út árið 1996 og var það skáldsagan Dyrnar á Svörtufjöllum og eru bækur hans nú hátt á þriðja tug talsins, nú síðast kom út Borg hinna dauðu (2023).
Stefán Máni fæddist í Reykjavík árið 1970 en ólst upp í Ólafsvík. Þaðan flutti hann rúmlega tvítugur til Reykjavíkur þar sem hann býr nú og starfar. Stefán hefur hlotið Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags í þrígang. Fyrst fyrir Skipið (2007), þá Húsið (2012) og loks fyrir Grimmd (2013). Bækur hans hafa einnig fengið tilnefningar til Blóðdropans, Glerlykilsins og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin Svartur á leik (2012) var kvikmynduð í leikstjórn Óskars Thors Axelssonar. Bækur Stefáns Mána hafa verið þýddar á erlend tungumál.
Unnur Lilja Aradóttir spratt fram á glæpasögusviðið með bók sinni Högginu sem kom út árið 2021. Fyrir hana hlaut hún glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn sem ætluð eru höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Árið 2023 kom svo út önnur spennusaga eftir Unni, bókin Utangarðs.
Glæpasögur Unnar Lilju fjalla um venjulegt fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum og ýmis samfélagsmál, s.s. fátækt og klíkuskap sem geta grasserað í litlum samfélögum úti á landi. Unnur Lilja er fædd árið 1981 og býr á Álftanesi. Ásamt því að skrifa starfar hún sem sjúkraliði.
Bókakaffið er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár.
Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.
Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
[email protected] | 411 6250
-------
The Icelandic Crime Wave | Literary Café with Stefán Máni and Unnur Lilja
The writers Stefán Máni Sigþórsson and Unnur Lilja Aradóttir are well known to crime fiction fans in Iceland. In the Literary Café they will read from and talk about their books.
Stefán Máni's books have been very popular throughout the years. The policeman Hörður Grímsson has been a favorite among readers since the first book about Hörður, Hyldýpi (2009), was published. Stefán’s books are now around thirty. His first book, Door in the Black Mountains, was published in 1996, and his most recent book is, City of the Dead (2023).
Stefán Máni Sigþórsson was born in Reykjavík in 1970 but grew up in Ólafsvík. He now lives and works in Reykjavík. Stefán has received Blóðdropinn (The Blood Drop) crime fiction award of the Icelandic Crime Syndicate three times. First for Skipið (2007), then Húsið (2012) and finally for Grimmd (2013). His books have also received nominations for the Blood Drop, the Glass Key, and the Icelandic Literature Prize. The book Svartur á leik (2012) was filmed under the direction of Óskar Thor Axelsson. Stefán Máni's books have been translated into many other languages.
Unnur Lilja Aradóttir burst into the crime fiction scene with her book Höggið, which was published in 2021. For Höggið, she won the crime fiction award Svartfuglinn, a special award for authors who are taking their first steps in the writing field. The thriller, Utangarðs, by Unnur was published in 2023.
Unnur Lilja's writing deals with ordinary people who find themselves in difficult situations and various social issues, such as poverty and other issues that can occur in smaller communities. Unnur Lilja was born in 1981 and lives in Álftanes. Along with writing, she works as a paramedic.
This event is a part of the program The Icelandic Crime Wave (Glæpafár á Íslandi) held on the occasion of the 25th anniversary of the Icelandic Crime Syndicate
All welcome, free entry.
The Icelandic Crime Wave is funded by Rannís Library Fund.

Further information:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
[email protected] | 411 6250

Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Borgarbókasafnið Árbæ, Hraunbær 119, 110 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Discover more events by tags:

Art in ReykjavíkLiterary-art in Reykjavík

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Tv\u00e6r hli\u00f0ar Hallgr\u00edms
Sun Oct 20 2024 at 05:00 pm Tvær hliðar Hallgríms

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík, Iceland

V\u00edkingur & Yuja Wang: Tveir Flyglar
Sun Oct 20 2024 at 08:00 pm Víkingur & Yuja Wang: Tveir Flyglar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

The Day of the Beast - Svartir Sunnudagar
Sun Oct 20 2024 at 09:00 pm The Day of the Beast - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

R\u00e1\u00f0stefna St\u00edgam\u00f3ta um r\u00e9ttl\u00e6ti eftir ofbeldi
Mon Oct 21 2024 at 09:00 am Ráðstefna Stígamóta um réttlæti eftir ofbeldi

Hilton Reykjavík Nordica

\u00c1 lei\u00f0inni | Fer\u00f0am\u00e1la\u00feing h\u00f6fu\u00f0borgarsv\u00e6\u00f0isins
Tue Oct 22 2024 at 10:00 am Á leiðinni | Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins

Harpa Concert Hall

\u00cdsabrot \u2013 j\u00f6klar \u00ed \u00edslenskri myndlist, \u00fatg\u00e1fuh\u00f3f og uppskera!
Tue Oct 22 2024 at 03:00 pm Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist, útgáfuhóf og uppskera!

Safnahúsið - The House of Collections

Last Podcast on the Left
Tue Oct 22 2024 at 08:00 pm Last Podcast on the Left

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Bleiki dagurinn 23. okt\u00f3ber 2024
Wed Oct 23 2024 at 07:00 am Bleiki dagurinn 23. október 2024

Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, Iceland

Dagur stafr\u00e6nnar mannvirkjager\u00f0ar
Wed Oct 23 2024 at 08:30 am Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar

Silfurberg

N\u00e1tt\u00faran og vell\u00ed\u00f0an \u00e1 efri \u00e1rum
Wed Oct 23 2024 at 09:30 am Náttúran og vellíðan á efri árum

Norræna húsið The Nordic House

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events