Advertisement
English below Um verkið:
Frelsi hugans eftir Ásbjörgu Jónsdóttur leiðir okkur inn í ferðalag þar sem við hugleiðum haustið með fögrum tónum, hugleiðslubænum og upplestri sem byggja m.a. á textum eftir prestana Matthildi Bjarnadóttur, Arndísi Linn og Aldísi Rut Gísladóttur. Rödd Heiðu er í forgrunni ferðalagsins en spennandi hljóðheimur mun styðja við hana á köflum.
Engin aðgangseyrir er að tónleikunum öll velkomin
Nánari upplýsingar á heidaarna.com
Um flytjanda:
Heiða Árnadóttir hefur á ferli sínum lagt ríka áherslu á flutning samtímatónlistar, sem og þjóðlaga-, djass-, tilrauna- og ljóðatónlist. Heiða lauk mastersnámi úr Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi árið 2004.
Ásamt fjölda tónleika á Íslandi, þar sem hún hefur meðal annars frumflutt verk með Ensemble Adapter og Caput, hefur Heiða einnig komið fram í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Indlandi, Svíþjóð og Danmörku. Hún hefur flutt verk á Norrænum músíkdögum, Myrkum Músíkdögum, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti, Óperudögum, Jazzhátíð Reykjavíkur og ýmsum hátíðum erlendis eins og á hátíðartónleikum á tónlistarhátíðinni WOMEX í Kaupmannahöfn.
Heiða var tilnefnd sem söngkona ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum í flokki klassískrar tónlistar fyrir árin 2020 og 2023. Einnig vann hún Grímuverðlaunin sem söngvari ársins 2024 fyrir ljóðsöguna Mörsugur.
Heiða er lagahöfundur, textaskáld og söngkona í hljómsveitinni Mógil sem hafa gefið út 4 plötur. Hún var staðarlistamaður Myrkra músíkdaga 2020-2023 þar sem hún frumflutti fjölda verka eftir íslensk tónskáld.
Heiða gaf út plötuna “Tunglið og ég” 2023 ásamt píanóleikaranum Gunnari Gunnarssyni. Þar flytja þau lög tónskáldsins Michel Legrand við íslenska texta Árna Ísakssonar og Braga Valdimars Skúlasonar.
Um tónskáld:
Ásbjörg Jónsdóttir lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá LHÍ árið 2018 og nam m.a. undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar, Úlfars I. Haraldssonar og Ken Steen. Hún hefur breiðan tónlistarlegan bakgrunn, allt frá djasssöng til kórastarfs en hefur þroskað tónsmíðagáfu sína jafnt og þétt í eftirminnilegum kammerverkum sem sameina léttleika og ljóðrænu.
Verk Ásbjargar hafa verið flutt víða, svo sem á Sumartónleikum í Skálholti, Óperudögum, 15:15, Performance 20/20 og "Quintessence" the Spring Senior Dance Concert í Hartt School of Music og alloft á Myrkum músíkdögum. Tónlist Ásbjargar hefur m.a. verið flutt af Caput, Hljómeyki, Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Dómkórnum í Reykjavík, Foot in the Door, Sigga String Quartet, Heiðu Árnadóttur, og Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur.
Auk þess að sinna tónsmíðum vinnur Ásbjörg um þessar mundir að rannsókn um jazz á Íslandi í samstarfi við Þorbjörgu Daphne Hall og Oxford University Press, sinnir stöðu aðstoðarrannsakanda í stórri rannsókn leidda af Þorbjörgu Daphne Hall, styrkta af Rannsóknarsjóði Íslands um Kordu Samfóníu undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths, stýrir tónlistarstarfi fyrir börn og kennir píanóleik.
Hún hefur gefið út bókina Endalaus gleði: syngjum saman (2019) með 12 nýjum frumsömdum barnalögum, vínylplötuna Home is where (2021) með verkum sérstaklega samin fyrir Akranesvita (samin 2015), Heiðu Árnadóttur, Hilmar Jensson, Þórdísi Gerði og Sunnu Friðjónsdóttur, myndband við Helgu EA2 (2021) samið fyrir Heiðu Árnadóttur, Yrkja vildi ég jörð (2022) með verkum fyrir saxófón og harmóníku og Mörsug (2025), bók- og tónverk.
Freedom of the Mind – A Meditative Musical Journey
Heiða Árnadóttir performs a new work by Ásbjörg Jónsdóttir – a serene and thoughtful reflection on autumn through music, prayer, and poetic readings.
Freedom of the Mind by composer Ásbjörg Jónsdóttir invites the audience on a meditative journey into the soul of autumn. The performance blends beautiful soundscapes, reflective prayers, and readings based on texts by reverends Matthildur Bjarnadóttir, Arndís Linn, and Aldís Rut Gísladóttir.
At the heart of the piece is the voice of singer Heiða Árnadóttir, whose performance is supported at times by an evocative and atmospheric sound world, enhancing the emotional and spiritual depth of the experience.
Admission is free and everyone is welcome.
For more information, visit: heidaarna.com
About the Performer
Heiða Árnadóttir is a prominent voice in contemporary Icelandic music. Her artistic focus spans a wide range of genres, including contemporary classical, folk, jazz, experimental, and poetic music. She earned her master’s degree from the Royal Conservatory in The Hague in 2004.
Heiða has performed extensively in Iceland and abroad – in the Netherlands, Belgium, France, India, Sweden, and Denmark – and at renowned festivals such as Nordic Music Days, Dark Music Days, Iceland Airwaves, Skálholt Summer Concerts, Reykjavík Opera Days, and WOMEX in Copenhagen.
She was nominated for Singer of the Year at the Icelandic Music Awards in 2020 and 2023 (Classical category), and received the Icelandic Gríma Award for Singer of the Year in 2024 for her performance in the music-theatre work Mörsugur.
Heiða is also a songwriter, lyricist, and vocalist in the band Mógil, which has released four albums. From 2020 to 2023, she was the resident artist at the Dark Music Days festival, premiering numerous works by Icelandic composers.
In 2023, she released the album Tunglið og ég ("The Moon and I") with pianist Gunnar Gunnarsson, featuring music by Michel Legrand with Icelandic lyrics by Árni Ísaksson and Bragi Valdimar Skúlason.
About the Composer
Ásbjörg Jónsdóttir completed her master’s degree in composition at the Iceland University of the Arts in 2018, studying under Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Úlfar I. Haraldsson, and Ken Steen. Her diverse musical background includes jazz singing and choral work, and her compositions blend lightness, lyricism, and depth in memorable chamber works.
Ásbjörg’s music has been performed widely – at events such as the Skálholt Summer Concerts, Reykjavík Opera Days, and Dark Music Days – and by ensembles including Caput, Duo Harpverk, Hljómeyki, Elektra Ensemble, the Reykjavík Cathedral Choir, Sigga String Quartet, and vocalist Heiða Árnadóttir.
In addition to composing, Ásbjörg is currently engaged in a research project on jazz in Iceland in collaboration with Þorbjörg Daphne Hall and Oxford University Press. She works as an assistant researcher on the Korda Symphony project led by Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths and funded by the Icelandic Research Fund. She also leads children’s music education and teaches piano.
Ásbjörg has published several creative works, including the children’s songbook Endless Joy: Let’s Sing Together (2019), the vinyl release Home is where (2021) composed for the Akranes Lighthouse, and the video work Helga EA2 (2021). Her upcoming book and music project Mörsug is set for release in 2025.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegur 5, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland