Doktorsvörn í Menntavísindum: Ingimar Ólafsson Waage

Tue Nov 04 2025 at 01:00 pm to 04:00 pm UTC+00:00

Háskóli Íslands | Reykjavík

Menntav\u00edsindasvi\u00f0 H\u00cd
Publisher/HostMenntavísindasvið HÍ
Doktorsv\u00f6rn \u00ed Menntav\u00edsindum: Ingimar \u00d3lafsson Waage
Advertisement
Ingimar Ólafsson Waage ver doktorsritgerð sína í Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands. Vörnin fer fram þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal, aðalbyggingar Háskóla Íslands og verður einnig í streymi.
-English below-
Heiti ritgerðar: Að kenna myndlist sem nálgun við siðferðislega menntun: Sjálfævisöguleg rýni á rannsóknaverkefni mitt
Andmælendur: dr David Hansen prófessor við Columbia University, BNA og Dr Laura D’Olimpio, dósent við University of Birmingham, England.
Aðalleiðbeinandi: Dr. Atli Vilhelm Harðarson, prófessor í deild fagreinakennslu, meðleiðbeinandi er dr. Ólafur Páll Jónsson deildarforseti deild menntunar og margbreytileika.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd Dr. Anette Göthlund, prófessor við Konstfack háskóla í Svíþjóð.
Stjórnandi athafnar: Dr. Elsa Eiríksdóttir forseti Deildar faggreinakennslu stjórnar athöfninni.
Verið öll velkomin!
Um doktorsefni:
Ingimar Ólafsson Waage (f. 1966) lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og sótti síðar framhaldsnám til École Nationale des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi. Hann lauk kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands 1998 og meistaragráðu í heimspeki og félagsfræði menntunar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2012.
Hann starfaði við kennslu í Garðaskóla í Garðabæ 1995–2020 fyrst sem myndmenntakennari og síðar sem heimspekikennari meðfram myndmenntakennslunni. Hann hóf störf sem stundakennari við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands 2013, síðar sem aðjúnkt og lektor en gegnir í dag stöðu deildarforseta Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Hann er kvæntur Aðalheiði Matthíasdóttur fiðlukennara og eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn.
Um verkefnið:
Doktorsritgerðin hverfist um íhlutunarrannsókn sem var framkvæmd í samstarfi við þrjá myndmenntakennara þar sem markmiðið var að skoða hvernig efla mætti siðferðilega menntun í gegnum listsköpun út frá völdum dygðum og samræður um myndlist. Fræðilegar undirstöður voru m.a. sóttar til dygðasiðfræði Aristótelesar og samtímahugmynda reistar á henni, einkum ný-Aristótelisma og mannkostamenntunar. Ennfremur byggir höfundur á mennta- og listheimspeki John Dewey, kenningum Rudolf Arnheim um samspil skynjunar og hugsunar, skrifum Susanne Langer um tengsl lista við hið innra líf og tilfinningar ásamt hugmyndum Maxine Greene um möguleika lista og ímyndunarafls í menntun, einkum með hliðsjón af hlutverki kennara.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós mikilvægi þess að nemendum gefist tækifæri til að ígrunda listaverk og ræða hugmyndir sínar og tilfinningar í tengslum við þau og eigið líf. Niðurstöðurnar sýna ennfremur ríkulega hæfni nemenda á grunnskólaaldri til að glíma við flóknar siðferðilegar spurningar og tjá hugrenningar sínar um þær þrátt fyrir að hafa ekki þróað að fullu vald sitt á tungumálinu. Leiða má getum að því að ígrundun um listaverk og þátttaka í umræðum um þau geti verið mikilvæg viðbót við hefðbundið námsefni í grunnskólum.
Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós mikilvægi kennarans sem er í lykilstöðu til þess að skapa aðstæður og traust í skólastofunni og þannig mótað farveg fyrir innihaldsríkt nám. Á hinn bóginn sýna niðurstöðurnar einnig að fyrir sakir rótgróinna hefða og væntinga um inntak og efnistök í myndmenntakennslu eru líkur á að kennarar þurfi að takast á við áskoranir sem þó er unnt að mæta með þolinmæði, ígrundun, umhyggju og virðingu.
Ennfremur varð höfundi ljóst hvernig hann sem listamaður, kennari og rannsakandi væri órjúfanlegur hluti rannsóknaferlisins, ekki væri hægt að aðgreina hina lífrænu heild mannlegra samskipta í skólastofunni frá tæknilegum hliðum skólastarfs sem felast í námsefni, kennsluaðferðum, íhlutunum og námsmati.
--
Ingimar Ólafsson Waage defends his PhD thesis in Educational Sciences from the Faculty of Subject Teacher Education, University of Iceland:
Teaching visual art as an approach to moral education: An autoethnographic account of my research project
The oral defence takes place Tuesday, November 4th, at 13.00 pm in the Aula, Main Building, as well as in live stream.
Opponents are Dr. David Hansen Professor at Columbia University, USA and Dr. Laura D’Olimpio Associate Professor at the University of Birmingham, UK
Main supervisor is Dr. Atli Vilhelm Harðarson, professor in the faculty of subject teacher education, co-supervisor Dr. Ólafur Páll Jónsson head of the faculty of Education and Diversity.
Expert in the Doctoral Committee was Dr. Anette Göthlund, professor at Konstfack University, Sweden.
Dr. Elsa Eiríksdóttir head of the of faculty of Subject Teacher Education will conduct the ceremony.
All are welcome!
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2,Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Efast \u00e1 kr\u00e1nni: Sannleikurinn og efinn
Mon, 03 Nov at 05:00 pm Efast á kránni: Sannleikurinn og efinn

Hús máls og menningar

Kv\u00ed\u00f0i og \u00fer\u00e1hyggja - Sl\u00f6kunarfer\u00f0alag \u00e1 \u00cdSLENSKU
Mon, 03 Nov at 06:00 pm Kvíði og þráhyggja - Slökunarferðalag á ÍSLENSKU

Leiðin heim - Holistic healing center

Saman \u00ed gegnum ADHD - foreldrahittingur
Mon, 03 Nov at 08:00 pm Saman í gegnum ADHD - foreldrahittingur

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

M\u00e1lningar m\u00e1nudagur \/ Muse Monday \u00e1 R\u00f6ntgen
Mon, 03 Nov at 08:00 pm Málningar mánudagur / Muse Monday á Röntgen

Röntgen

T\u00f3nlistar stund fyrir yngstu b\u00f6rnin 0-3 \u00e1ra
Tue, 04 Nov at 10:30 am Tónlistar stund fyrir yngstu börnin 0-3 ára

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

\u00d3b\u00e6rileg lei\u00f0indi e\u00f0a \u00f3vi\u00f0jafnanlegt listaverk?
Tue, 04 Nov at 12:00 pm Óbærileg leiðindi eða óviðjafnanlegt listaverk?

Arngrímsgata 5, 107 Reykjavík, Iceland

Hva\u00f0 \u00e6ttum vi\u00f0 a\u00f0 r\u00e6kta \u00e1 b\u00f3kasafninu? \/\/ What should we grow in the library?
Tue, 04 Nov at 04:00 pm Hvað ættum við að rækta á bókasafninu? // What should we grow in the library?

Borgarbókasafnið Grófinni / The Reykjavik City Library Grófin

S\u00f6gustund | Galdrakarlinn \u00ed Oz
Tue, 04 Nov at 04:00 pm Sögustund | Galdrakarlinn í Oz

Borgarbókasafnið í Kringlunni

S\u00f6gustund | Litlasti jakinn
Tue, 04 Nov at 04:30 pm Sögustund | Litlasti jakinn

Borgarbókasafnið Árbæ

70 \u00e1ra afm\u00e6li T\u00f3nlistarsk\u00f3lans \u00e1 Akranesi
Tue, 04 Nov at 04:30 pm 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akranesi

Dalbraut 1, IS 300 Akranes, Iceland

\u00d3smann - \u00datg\u00e1fuh\u00f3f
Tue, 04 Nov at 04:30 pm Ósmann - Útgáfuhóf

Fiskislóð 39, 101 Reykjavík, Iceland

\u00datg\u00e1fuh\u00f3f og ver\u00f0launaf\u00f6gnu\u00f0ur: S\u00ed\u00f0asta sumar l\u00edfsins eftir \u00de\u00f3rd\u00edsi Dr\u00f6fn Andr\u00e9sd\u00f3ttur
Tue, 04 Nov at 05:00 pm Útgáfuhóf og verðlaunafögnuður: Síðasta sumar lífsins eftir Þórdísi Dröfn Andrésdóttur

Penninn Eymundsson (Skólavörðustígur)

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events