Cask-kvöld Fágunar og Bjórmenningafélagsins

Fri Nov 22 2024 at 07:00 pm to 10:00 pm UTC+00:00

Skipholt 31, 105 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík

F\u00e1gun - F\u00e9lag \u00e1hugamanna um gerjun
Publisher/HostFágun - Félag áhugamanna um gerjun
Cask-kv\u00f6ld F\u00e1gunar og Bj\u00f3rmenningaf\u00e9lagsins
Advertisement
Af hverju er bjórinn minn flatur og volgur? Hvað er Fez og af hverju er það besti bar í heimi? Hvaða handföng eru þetta alltaf á breskum börum? Af hverju eru sumir breskir kútar svona asnalegir í laginu? Svör við öllum þessum spurningum getur þú fengið á Cask-kvöldi Fágunar og Bjórmenningarfélagsins!
Þann 22. nóvember kl. 19:00 bjóða Fágun og Bjórmenningarfélagið í sannkallaða bjórbíóveislu í Gamla Brugghúsi RVK (Skipholt 31, gengið inn frá bílaplaninu hjá Heklu). Þar ætlum við að fræðast um hinn merka menningararf Breta sem cask-bjór er, horfa á þáttaröð um cask-bjór og drekka cask-bjór á eina bar landsins sem er með handdælu.
Cask-bjór er bjór sem er bruggaður og þroskaður samkvæmt gömlum breskum hefðum. Það sem gerir cask-bjórinn svo merkilegan er að hann er ósíaður og fer í gegnum náttúrulega gerjun í tunnunni og er þaðan dælt beint í glas, ýmist með handafli eða þyngdarafli. Þetta skapar einstakt bragð og áferð sem aðeins er hægt að finna í cask-bjór.
Viðburðurinn er frábært tækifæri til að upplifa cask-bjórmenningu á einstakan hátt og læra meira um sögu þessa merka hluta breskrar menningar. Sýnd verður heimildarþáttaröðin Keep Cask Alive frá Craft Beer Channel, þar sem fjallað er um sögu og framtíð cask-bjórsins, hvers vegna markaður fyrir slíka bjóra hefur minnkað síðustu áratugi og hvað það er sem gerir þessa bjóra einstaka. Boðið verður upp á a.m.k. 2 cask-bjóra á handdælunni í notalegu umhverfi Gamla Brugghúss RVK.
Við hvetjum öll, bæði harða aðdáendur cask-bjórs og þau sem vilja læra meira, til að mæta og njóta góðs félagsskapar. Ókeypis aðgangur og loforð um góða stemningu.
Stiklu fyrir þættina er hægt að nálgast hér:
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Skipholt 31, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Skipholt 31, 105 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

General Assembly - A\u00f0alfundur
Thu Nov 21 2024 at 07:00 pm General Assembly - Aðalfundur

Túngata 14, 101 Reykjavík, Iceland

Erna Vala \u00ed Hannesarholti
Thu Nov 21 2024 at 08:00 pm Erna Vala í Hannesarholti

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Samhengi \/\/ Jazz, Latin rhythms and the sounds of Icelandic waters
Fri Nov 22 2024 at 12:15 pm Samhengi // Jazz, Latin rhythms and the sounds of Icelandic waters

Skipholti 31, 105 Reykjavík, Iceland

J\u00f3lagle\u00f0i T\u00f3naflj\u00f3\u00f0a
Fri Nov 22 2024 at 08:00 pm Jólagleði Tónafljóða

Vesturgata 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland

Cry-Baby - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Nov 22 2024 at 09:00 pm Cry-Baby - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Ari Eldj\u00e1rn \u00ed Hl\u00e9gar\u00f0i
Fri Nov 22 2024 at 09:00 pm Ari Eldjárn í Hlégarði

Hlégarður

Flogger making workshop \/ Svipuger\u00f0ar n\u00e1mskei\u00f0
Sat Nov 23 2024 at 03:00 am Flogger making workshop / Svipugerðar námskeið

Garðastræti 2, Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events