Advertisement
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20. Kristín Svava Tómasdóttir mætir og ræðir nýútkomna og afar áhugaverða bók sína, Fröken Dúlla. Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson stýrir spjallinu og öll eru velkomin! Bókin verður á góðum kjörum og án efa hægt að fá hana áritaða af höfundi. Bókabarinn opinn að venju. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Um bókina:
Jóhanna Knudsen, kölluð Dúlla af ástvinum sínum, er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn hafa verið kallaðar umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. En hver var Dúlla Knudsen?
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Salka, Hverfisgata 89-93,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











