Bókajól | Barnadagskrá í Úlfarsárdal

Sat, 30 Nov, 2024 at 02:30 pm UTC+00:00

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal | Reykjavík

Borgarb\u00f3kasafni\u00f0
Publisher/HostBorgarbókasafnið
B\u00f3kaj\u00f3l | Barnadagskr\u00e1 \u00ed \u00dalfars\u00e1rdal
Advertisement
Barnvæn og skemmtileg dagskrá í Úlfarsárdal þar sem þrír rithöfundar lesa upp úr nýjum barnabókum.
Viðburðurinn fer fram í Jólaþorpinu sem sprettur upp þennan dag milli 14:00 og 18:00, á torginu á milli Fram og Miðdals (Borgarbókasafn og Dalslaug).
Boðið verður upp á jólavarning og heitt súkkulaði. Fjölskyldur og vinir geta tekið þátt í fjölskylduratleik og svo koma jólasveinar!
✨ Upplestrardagskrá:
📖 Þórarinn Eldjárn - Hlutaveikin / Dótarímur
📖 Rán Flygenring - Tjörnin
📖 Kristín Helga Gunnarsdóttir - FíaSól
Ekki láta þig vanta!

Um bækurnar:
Hlutaveikin: J
ólin nálgast. Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður. Biðin er við það að verða óbærileg. Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana. En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum. Myndir gerði Sigrún Eldjárn.
Dótarímur:
Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.
Tjörnin:
Þegar Fífa og Spói rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum breytist allt. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar. Hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með. Bók fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Fíasól í logandi vandræðum:
Fíasól er í logandi vandræðum! Hjálparsveit Fíusólar stendur í stórræðum. Það er eldgos í Vindavík og Alla Malla og Stebbi flýja í Grænalund. Bjössi byssó flytur í götuna. Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón og þau Ingólfur Gaukur rífast miklu meira en venjulega. „Hann hefur meira að segja sagt við hana að hún sé barnaleg. Og nokkrum sinnum! Og eins og það sé eitthvað slæmt að vera barnalegur?… Að vera barnalegur er að vera klár, sniðugur, hugrakkur og duglegur!“

***

🎄✨ Bókajól á Borgarbókasafninu ✨🎄
Viðburðurinn er hluti af upplestraröð Borgarbókasafnsins. Taktu frí frá áreiti og neyslu og njóttu aðventunnar í faðmi nýútkominna bóka! Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað.
Hér er heildardagskrá Bókajóla á Borgarbókasafninu:
https://borgarbokasafn.is/starfid-a-safninu/baekur/adventuupplestrar
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 118, 113 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

JOGA DNA MIEDNICY - kurs dla kobiet
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm JOGA DNA MIEDNICY - kurs dla kobiet

Ármúli 42, 108 Reykjavíkurborg, Ísland

Basar KFUK 2024
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Basar KFUK 2024

KFUM og KFUK á Íslandi

J\u00f3lamarka\u00f0urinn vi\u00f0 Austurv\u00f6ll
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Jólamarkaðurinn við Austurvöll

Austurvöllur, Reykjavík

J\u00f3lak\u00f3s\u00fd \u00e1 Gr\u00e6nu stofunni
Sat Nov 30 2024 at 01:00 pm Jólakósý á Grænu stofunni

Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík

J\u00f3las\u00fdningin \u00ed \u00c1smundarsal 2024
Sat Nov 30 2024 at 02:00 pm Jólasýningin í Ásmundarsal 2024

Freyjugata 41, 101 Reykjavík, Iceland

Hv\u00edti \u00e1sinn - \u00fatg\u00e1fuf\u00f6gnu\u00f0ur
Sat Nov 30 2024 at 02:00 pm Hvíti ásinn - útgáfufögnuður

Salka

Kosningakaffi au\u00f0ra og \u00f3gildra
Sat Nov 30 2024 at 04:00 pm Kosningakaffi auðra og ógildra

12 Tjarnargata, 101 Reykjavík, Iceland

Lj\u00f3sin \u00e1 Hamborgartr\u00e9nu tendru\u00f0
Sat Nov 30 2024 at 05:00 pm Ljósin á Hamborgartrénu tendruð

Miðbakki - Reykjavíkurhöfn

L\u00dd\u00d0R\u00c6\u00d0I\u00d0 ER PULSA - S\u00fdning \u00e1 kosningadag
Sat Nov 30 2024 at 05:00 pm LÝÐRÆÐIÐ ER PULSA - Sýning á kosningadag

Ægisgata 7, 101 Reykjavíkurborg, Ísland

Tendrun J\u00f3lalj\u00f3sa \u00e1 Akratorgi 2024
Sat Nov 30 2024 at 05:00 pm Tendrun Jólaljósa á Akratorgi 2024

Akratorg

Vitringarnir3 - Gr\u00edn, gr\u00fav og g\u00e6sah\u00fa\u00f0!
Sat Nov 30 2024 at 05:00 pm Vitringarnir3 - Grín, grúv og gæsahúð!

Harpa Concert Hall

Pop-up After Eight \u00e1 KIKI bar
Sat Nov 30 2024 at 08:00 pm Pop-up After Eight á KIKI bar

Kiki -queer bar

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events