Advertisement
Á þessum fyrirlestri og bókakynningu verður farið yfir hinar ýmsu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.
Höfundar Brjóstagjafabókarinnar þær: Hallfríður K. Jónsdóttir, Hildur A. Ármannsdóttir
Hulda S. Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttir eru allar ljósmæður og brjóstagjafaráðgjafar IBCLC sem hafa samanlagt áratuga reynslu að því að fræða og styðja konur í brjóstagjöf. Brjóstagjafabókin sameinar þekkingu þeirra og visku á einum stað til að hún gagnist sem flestum.
Í bókinni má finna upplýsingar um af hverju brjóstagjöf er mikilvæg heilsu móður og barns, hvernig best er að undirbúa sig undir brjóstagjöf, hagnýt ráð fyrir fyrstu dagana og hvernig mjólkurframleiðslan virkar.
Hinum ýmsu áskorunum sem upp koma í brjóstagjöf eru gerð góð skil og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær. Fjallað er umatriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar konur þurfa eða vilja hætta brjóstagjöf.
Einnig má finna ýmsar upplýsingar um notkun hjálpartækja svo sem brjóstapumpa og fleira. Síðast en ekki síst endar hver kafli í bókinni áreynslusögum frá konum í brjóstagjöf sem á eftir að nýtast mörgum vel.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland, Garðatorg 7, 210 Garðabær, Ísland,Garðabær, Kopavogur, Iceland