Barokkveisla

Thu Oct 31 2024 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Barokkveisla
Advertisement
Tónlistarfjársjóður barokktímans geymir fjölmarga dýrgripi sem heilla sérhverja nýja kynslóð. Enn í dag er tónlistarfólk að uppgötva snilldarverk frá sautjándu og átjándu öld sem reynast ný og fersk í eyrum áheyrenda samtímans, rétt eins og þau sígrænu öndvegisverk Vivaldis, Händels, Bachs og Corellis sem hljóma í þessari barokkveislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Einsöngvari á tónleikunum er María Konráðsdóttir sópran, sem hlotið hefur mikið lof fyrir bjarta, tæra og forkunnarfagra rödd samhliða fágaðri en tjáningarríkri túlkun. Hér syngur María litríkar og leikandi aríur úr óperum Händels. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir Ramau auk miðaldaverksins O Frondens Virga eftir Hildegard von Bingen, en Von Bingen stofnaði sitt eigið Benediktínaklaustur um 1150 þar sem hún samdi fjölda verka sem heillað hafa lærða og leika á seinni öldum.
María hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir söng sinn, komið fram á fjölda ljóðatónleika, bæði hérlendis og erlendis og sungið á hátíðum á borð við Sumartónleika í Skálholti, Reykjavík Early Music Festival og Þjóðlagahátíð á Siglufirði. María hefur lagt sérstaka rækt við tónlist fyrri alda og hefur hún sungið einsöng með barokksveitum á borð við Lautten Compagney í Berlín og Barokkbandið Brák. María lauk meistaranámi í ljóða- og óratoríusöng 2018 frá Listaháskólanum í Berlín.
Það er breski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Peter Hanson sem leiðir hljómsveitina á þessum tónleikum, en Hanson hefur um langt árabil helgað sig upprunaflutningi barokktónlistar — aðferð sem miðar að því að fanga anda tónlistarinnar eins og hún hljómaði á sínum tíma. Hanson hefur starfað sem konsertmeistari í hinni víðfrægu hljómsveit Johns Eliots Gardiner, Orchestre Revolutionnaire et Romantique, í aldarfjórðung. Hann kemur víða fram með þekktum hljómsveitum, ýmist sem einleikari, konsertmeistari eða hljómsveitarstjóri — jafnvel allt þrennt í senn.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
EFNISSKRÁ
Hildegard von Bingen O Frondens Virga
Antonio Vivaldi Konsert fyrir fjórar fiðlur
Georg Friedrich Händel Se pietà di me non sente, úr Giulio Cesare
Georg Friedrich Händel Ombra mai fu, úr Serse
Georg Friedrich Händel Flammende Rose, úr Níu þýskum aríum
Johann Sebastian Bach Brandenborgarkonsert nr. 6
Jean-Philippe Rameau Entrée de Polymnie, úr Les Boréades
Jean-Philippe Rameau Les Sauvages, úr Les Indes Galantes
Jean-Philippe Rameau Tendre Amour, úr Les Indes Galantes
Arcangelo Corelli Concerto Grosso op. 6 nr. 4
Georg Friedrich Händel Tornami a vagheggiar, úr Alcina
HLJÓMSVEITARSTJÓRI OG FIÐLULEIKARI
Peter Hanson
EINSÖNGVARI
María Konráðsdóttir
//
The music of the Baroque era holds many treasures that enchant each new generation. Today's musicians are still discovering masterpieces from the 17th and 18th centuries that sound fresh and new to contemporary audiences, as do the evergreen works of Vivaldi, Handel, Bach and Corelli featured in the Iceland Symphony Orchestra's Baroque Feast.
The soprano soloist, María Konráðsdóttir, has garnered much praise for her bright, tender and exquisitely expressive voice, alongside her beautifully nuanced interpretations. María sings a colourful selection of arias from operas by Händel. The concert will also feature works by Rameau, as well as the medieval work "O Frondens Virga" by Hildegard von Bingen. Von Bingen founded her own Benedictine convent around 1150, where she composed numerous works that have captivated scholars as well as music lovers in later centuries.
María has received international acclaim for her singing, and performed in numerous recitals and festivals both domestically and internationally. María specializes in early music and has been the soloist with Baroque ensembles such as Lautten Compagney in Berlin and Barokkbandið Brák. In 2018, María completed her master's degree in Lieder and Oratorio singing at the University of the Arts in Berlin.
Leading the orchestra is British violinist and conductor Peter Hanson, who has for decades been a leading figure in the world of historically informed performance of Baroque music — an approach aimed at capturing the spirit of the music as it sounded in its time. Serving as concertmaster in John Eliot Gardiner's, renowned Orchestre Révolutionnaire et Romantique for over 25 years, Hanson regularly performs with acclaimed orchestras around the world, either as a soloist, concertmaster or conductor — sometimes all three at once.
PROGRAM
Hildegard von Bingen O Frondens Virga
Antonio Vivaldi Concerto for Four Violins
Georg Friedrich Händel Se pietà di me non sente, from Giulio Cesare
Georg Friedrich Händel Ombra mai fu, from Serse
Georg Friedrich Händel Flammende Rose, from Nine German arias
Johann Sebastian Bach Brandenburg Concerto no 6
Jean-Philippe Rameau Entrée de Polymnie, from Les Boréades
Jean-Philippe Rameau Les Sauvages, from Les Indes Galantes
Jean-Philippe Rameau Tendre Amour, from Les Indes Galantes
Arcangelo Corelli Concerto Grosso op. 6 no 4
Georg Friedrich HändelTornami a vagheggiar, from Alcina
CONDUCTOR
Peter Hanson
SOLOIST
María Konráðsdóttir
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Ein \u00e9g sit og sauma
Wed Oct 30 2024 at 08:00 pm Ein ég sit og sauma

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

Hrekkjavaka \u00ed h\u00fasi \u00c1sgr\u00edms J\u00f3nssonar
Thu Oct 31 2024 at 05:00 pm Hrekkjavaka í húsi Ásgríms Jónssonar

Ásgrímur Jónsson Collection

T\u00f3nlistarbing\u00f3 \u00e1 hrekkjav\u00f6ku
Thu Oct 31 2024 at 05:00 pm Tónlistarbingó á hrekkjavöku

Borgarbókasafnið Kringlunni

Gl\u00e6paf\u00e1r \u00e1 \u00cdslandi | Lifandi hlj\u00f3\u00f0b\u00f3k - Gl\u00e6pas\u00f6gur \u00e1 Hrekkjav\u00f6ku
Thu Oct 31 2024 at 06:00 pm Glæpafár á Íslandi | Lifandi hljóðbók - Glæpasögur á Hrekkjavöku

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Hrekkjavaka \/ Halloween 2024 - Laugarneshverfi\u00f0 105 RVK
Thu Oct 31 2024 at 06:00 pm Hrekkjavaka / Halloween 2024 - Laugarneshverfið 105 RVK

Laugarnes, Reykjavik

Prayers for the Amazon
Thu Oct 31 2024 at 07:00 pm Prayers for the Amazon

Lífspekifélagið

International Halloween Festival 2023
Thu Oct 31 2024 at 09:00 pm International Halloween Festival 2023

Gaukurinn

Ottensamer stj\u00f3rnar bl\u00e1sarasveitinni \u2013 F\u00f6studagsr\u00f6\u00f0
Fri Nov 01 2024 at 06:00 pm Ottensamer stjórnar blásarasveitinni – Föstudagsröð

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Scream - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Nov 01 2024 at 09:00 pm Scream - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Samskrifa | NaNoWriMo
Sat Nov 02 2024 at 12:00 pm Samskrifa | NaNoWriMo

Borgarbókasafnið Grófinni

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: Skuggaleikh\u00fas me\u00f0 \u00deYKJ\u00d3 \/\/ Shadow theatre with \u00deYKJ\u00d3
Sat Nov 02 2024 at 01:00 pm Fjölskyldudagskrá Hörpu: Skuggaleikhús með ÞYKJÓ // Shadow theatre with ÞYKJÓ

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

EGGI\u00d0 - TOUT NEUF
Sat Nov 02 2024 at 01:00 pm EGGIÐ - TOUT NEUF

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events