Ari Þór og Osmo Vänskä

Thu, 30 Jan, 2025 at 07:30 pm UTC+00:00

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2 | Reykjavík

Sinf\u00f3n\u00eduhlj\u00f3msveit \u00cdslands
Publisher/HostSinfóníuhljómsveit Íslands
Advertisement
Finninn Osmo Vänskä er heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hann var aðalstjórnandi hennar frá 1993—1996, aðalgestastjórnandi hennar frá 2014—2019 og tíður gestur þess utan, enda samstarfið gjöfult og hefur hljómsveitin leikið marga ógleymanlega tónleika undir hans stjórn. Efnisskrá þessara tónleika er einstaklega litrík og glæsileg og er sérstakt ánægjuefni að Vänskä stjórni frumflutningi Ara Þórs Vilhjálmssonar fiðluleikara á nýjum fiðlukonserti Þórðar Magnússonar. Þórður hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í áratugi og skapað sér sérstöðu með tónverkum sem fela í sér jafnt ferskan, nútímalegan andblæ og djúpa þekkingu á tónsmíðahefðum fortíðar. Hann hefur samið vel á fjórða tug stærri verka, bæði kammerverk og hljómsveitarverk og verður fiðlukonsertinn fimmta verkið sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur eftir hann.
Fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árunum 2006 til 2015 en kemur nú fram sem einleikari með hljómsveitinni í tíunda sinn. Hann starfaði lengi sem leiðari annarrar fiðlu í Fílharmóníusveit Helsinki en gegnir nú sömu stöðu hjá Fílharmóníusveit Ísraels í Tel Aviv.
Auk þess að koma fram sem einleikari hefur hann gegnt hlutverki gestakonsertmeistara í hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveit Stokkhólms og Orchestre National du Capitole de Toulouse í Frakklandi.
Jennifer Higdon er eitt fremsta samtímatónskáld Bandaríkjanna. Verk hennar blue cathedral vakti mikla lukku á síðasta starfsári undir stjórn Stéphane Denéve. Á þessum tónleikum flytur sveitin verk hennar, Konsert fyrir hljómsveit, frá árinu 2002. Konsert er svo sannarlega réttnefni því leiðarar hljómsveitarinnar eru í einleikshlutverkum og eru gerðar miklar kröfur til þeirra. Konsertforleikinn In the South (Alassio) samdi Edward Elgar þegar hann var í fjölskyldufríi á Ítalíu. Hann ætlaði sér reyndar að semja hefðbundna sinfóníu en varð svo hugfanginn af andrúmsloftinu að hann samdi í staðinn þennan töfrandi forleik, sem er einskonar tónaljóð með ítölskum litum.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.
Efnisskrá
Edward Elgar In the South (Alassio)
Þórður Magnússon Fiðlukonsert
Jennifer Higdon Konsert fyrir hljómsveit
Hljómsveitarstjóri
Osmo Vänskä
Einleikari
Ari Þór Vilhjálmsson
Tónleikakynning » 30. jan. kl. 18:00
//
Finnish conductor Osmo Vänskä is an honorary conductor of the Iceland Symphony Orchestra, having been its principal conductor from 1993 to 1996, its principal guest conductor from 2014 to 2019 and a frequent a frequent and celebrated guest conductor ever since. The collaboration has been fruitful and the orchestra has performed many unforgettable concerts under his direction. The program of this concert is exceptionally rich and splendid, featuring the premiere of a new violin concerto by Þórður Magnússon with the violinist Ari Þór Vilhjálmsson as soloist. Þórður has been active in the Icelandic music scene for decades, combining in a unique way a fresh, contemporary outlook with a deep and knowledgeable appreciation for the music of the past. The violin concerto will be his fifth work performed by the Iceland Symphony Orchestra.
Violinist Ari Þór Vilhjálmsson played with the Iceland Symphony Orchestra from 2006 to 2015 and now appears as a soloist with the orchestra for the tenth time. He served as the associate concertmaster of the Helsinki Philharmonic Orchestra for many years and currently holds the same position with the Israel Philharmonic Orchestra in Tel Aviv. In addition to his solo appearances, he has served as guest concertmaster with orchestras such as the Stockholm Philharmonic Orchestra and the Orchestre National du Capitole de Toulouse in France.
Jennifer Higdon is one of the foremost contemporary composers in the United States. Her work "blue cathedral" received great acclaim last season under the direction of Stéphane Denève. In this concert, the orchestra performs her piece "Concerto for Orchestra," composed in 2002. Echoing Bartók's work of the same name, Higdon's concerto for orchestra is in five movements, demanding dazzling virtuosity and musicianship from the orchestra's players. The concert overture "In the South (Alassio)" was composed by Edward Elgar during a family vacation in Italy. He had intended to compose a conventional symphony but became so captivated by the atmosphere that he instead crafted this enchanting overture, a kind of tone poem infused with Italian colors.
*The concert is approximately 2 hours with a 20 minute intermission.
Program
Edward Elgar In the South (Alassio)
Þórður Magnússon Violin Concerto
Jennifer Higdon Concerto for Orchestra
Conductor
Osmo Vänskä
Soloist
Ari Þór Vilhjálmsson
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

T\u00ed\u00f0nih\u00e6kkun hva\u00f0 svo? Fyrirlestur me\u00f0 Vigd\u00edsi Stein\u00fe\u00f3rsd\u00f3ttur,
Wed, 29 Jan, 2025 at 08:00 pm Tíðnihækkun hvað svo? Fyrirlestur með Vigdísi Steinþórsdóttur,

Skipholt 50d, 105 Reykjavík, Iceland

Eitt kv\u00f6ld, eitt t\u00e6kif\u00e6ri, \u00f3gleymanleg upplifun
Wed, 29 Jan, 2025 at 09:00 pm Eitt kvöld, eitt tækifæri, ógleymanleg upplifun

Sambíóin Kringlunni

Fimmtudagurinn langi \/ Good Thursday
Thu, 30 Jan, 2025 at 05:00 pm Fimmtudagurinn langi / Good Thursday

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Sk\u00ed\u00f0ab\u00ed\u00f3 \u2013 Warren Miller\u2019s 75
Thu, 30 Jan, 2025 at 08:00 pm Skíðabíó – Warren Miller’s 75

Hilton Hotel, Reykjavik, Iceland

\u044eyuki&viktsy\u044f\/madonna+child\/Lindy Lin\/YUL4IK
Thu, 30 Jan, 2025 at 08:00 pm юyuki&viktsyя/madonna+child/Lindy Lin/YUL4IK

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

Lei\u00f0s\u00f6gn | Hallgr\u00edmur Helgason: Usli
Thu, 30 Jan, 2025 at 08:00 pm Leiðsögn | Hallgrímur Helgason: Usli

Kjarvalsstaðir

M\u00f3skar\u00f0shn\u00fakar Ski Touring - Group Tour
Fri, 31 Jan, 2025 at 08:30 am Móskarðshnúkar Ski Touring - Group Tour

Móskarðshnúkar

Jan\u00faarr\u00e1\u00f0stefna Festu 2025 - Straumar sj\u00e1lfb\u00e6rni
Fri, 31 Jan, 2025 at 12:30 pm Janúarráðstefna Festu 2025 - Straumar sjálfbærni

Harpa Concert Hall

\u00deorrabl\u00f3t F\u00e9lags \u00dej\u00f3\u00f0fr\u00e6\u00f0inga \u00e1 \u00cdslandi og \u00dej\u00f3\u00f0br\u00f3kar!
Fri, 31 Jan, 2025 at 06:00 pm Þorrablót Félags Þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar!

Akoges Veislusalur

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events