Anno 1844-grímuball

Sat Nov 09 2024 at 06:30 pm

Árbæjarsafn / Árbær Open Air Museum | Reykjavík

Anno 1844-gr\u00edmuball
Advertisement

Við bjóðum þér að mæta í samkvæmi í tilefni af fyrstu alþingiskosningunum 1844 sem mörkuðu upphaf sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
Við setjum upp grímur.
Við dönsum nýjustu dansa þess tíma en einnig mun eldri dansa sem nutu vinsælda áratugina á undan.
Við mætum í tízkufatnaði fyrri alda til að skapa stemningu.
Þú getur endurskapað þekkta íslenska eða erlenda persónu eða jafnvel þjóðsagnaveru frá því fyrir 1845.
Faldbúningar, 19.aldar upphlutur, peysuföt og víkíngaklæði eru velkomin svo og annar sá klæðnaður sem notaður var á fyrri öldum. Hvernig klæddust hinir nýju alþingismenn?
Í boði verða smáréttir, dans, söngur, tónlist og leikir.
Þú þarft ekki að taka þátt í dansinum en getur teflt eina skák eða tvær og notið samverunnar með dansglöðu fólki.
Á danslista má finna m.a. Mars, Hola í veggnum, Nýjan menuett, Byssan, Tusse, , Lancier, Stormurinn, Spænskan vals, Skelli og Schubert vals .
Verð 12000 krónur. Innifalið er námskeið fyrr um daginn.
40 miðar verða í boði að þessu sinni.
Forskráning á ballið er hafin
Sendið nafn, tölvupóstfang og fjölda miða á Lilja Petra Asgeirsdottir, [email protected]
Skráið “ 1844 ball” í yfirskrift.
Lokaskráningardagur er 15.október 2024.
Athugið að vikulegar dansæfingar hefjast í lok ágúst hjá félaginu þér að kostnaðarlausu.
www.thjoddans.is
https://borgarsogusafn.is/en/arbaer-open-air-museum
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Árbæjarsafn / Árbær Open Air Museum, Dillonshus Arbaejarsaf, Kistuhylur 4, 110 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring: