Advertisement
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Ár hvert fagnar FKA-DK þessum mikilvæga degi í samstarfi við kvennakórinn Eyju. Í ár fögnum við saman í Jónshúsi, sunnudaginnn 9. mars.Venju samkvæmt mun kvennakórinn Eyja selja veitingar á vægu verði og fylla okkur innblæstri með söng.
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttur umhverfisverkfræðingur heldur erindi þar sem hún ætlar m.a. að deila með okkur reynslu sinni af því að starfa nánast eingöngu á "karlavinnustöðum" og hvaða kvenfyrirmyndir hafa helst haft áhrif á hennar persónulegu kvennabaráttu í gegnum tíðina.
Guðrún er umhverfisverkfræðingur með bakgrunn í ráðgjafarstörfum bæði á Íslandi og Danmörku. Eftir nokkur ár færði hún sig yfir í fjarskiptafyrirtæki þar sem henni var gefið verkefnið að reikna kolefnisspor fjarskiptanotkunar. Verkefnið vatt upp á sig og Guðrún er núna í doktorsnámi að skoða umhverfisvænar fjarskiptalausnir hjá DTU. Samhliða þessu er hún að koma nýsköpunarfyrirtæki af stað og læra að sigla. Guðrún býr með konu sinni og hundi við sydhavn kanalinn.
Það eru aðeins 50 miðar í boði, fyrst kemur, fyrst fær. Þú tryggir þér miða á þennan skemmtilega viðburð hér: https://billetto.dk/en/e/althjodlegur-barattudagur-kvenna-i-jonshusi-billetter-1178076?
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Jónshús, Øster Voldgade 12,Copenhagen, Copenhagen , Denmark
Tickets