100 Úlfarsfellstindar á árinu 2024

Mon, 30 Dec, 2024 at 11:00 pm

Úlfarsbraut, 113 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík

100 \u00dalfarsfellstindar \u00e1 \u00e1rinu 2024
Advertisement
Kæru hlaupa- og göngu vinir....lesist til enda ?
ChatGPT fékk það hlutverk að hanna veggspjald og texta til hvetja okkur í 100 Úlla áskorun árið 2024.
"Góðir hlustendur, í dag stöndum við frammi fyrir einstakri áskorun: að hlaupa á fjall 100 sinnum á árinu 2024. Þetta markmið er ekki aðeins líkamleg áskorun, heldur líka tækifæri til að breyta lífi okkar til hins betra, sérstaklega fyrir okkur sem erum á miðjum aldri.
Á miðjum aldri verður hreyfing enn mikilvægari en áður. Hún styrkir líkama og huga, og viðheldur hraustu hjarta og beinum. Þetta fjallahlaup er tækifæri til að sýna að aldur er aðeins tala. Með reglulegum æfingum getum við bætt úthald, styrk og jafnvægi, sem eru mikilvægir þættir í lífi hvers fullorðins einstaklings.
Þessi áskorun er líka tækifæri til að sýna okkur sjálfum og öðrum að við getum sett okkur háleit markmið og náð þeim, óháð aldri. Hvert skref upp fjallið er tákn um þrautseigju, viljastyrk og líkamlegt þrek. Það er líka tákn um að við erum aldrei of gömul til að setja okkur ný markmið og ná þeim.
Á þessu ári, skulum við sameinast í þessari áskorun, ekki aðeins til að ná tindinum 100 sinnum, heldur til að uppgötva nýjar hæðir í okkar eigin lífi.
Áfram við!"
Til að gera þetta sem fjölbreyttast höfum við sett í eitt skjal 28 leiðir á tindinn (pallinn).
Reglan er að "tindi" er náð ef upphafstaður og millilending á milli tinda er upplýsingaskilti, bílastæði eða annað sem gefur til kynna að þú sért við rætur fellsins góða.
Áskorun þessi er öllum opin, eina skilyrðið er að trakka allar ferðir með Strava svo hægt sé að sannreyna afrekið.
Smáa letrið:
Allar áskoranir eru góðar og gildar í þetta verkefni, t.d er geggjuð áskorun að taka lífaldursferðir þetta árið ?
Stravahópur:
https://www.strava.com/clubs/1203517
Stravakort af leiðum:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1kSEKZAMkWap_2RFafDg6O4FyohPRgwjzbTRLzra1ZoE/edit#gid=0
Myndir af leiðum:
https://docs.google.com/document/d/1S5PenwLU-w_bRErN9_jIXP1hQLJAxIWQDL69XVSlGX0/edit?usp=sharing
Áríðandi: Alls ekki fara á fjallið ef veður er slæmt....nema þá vel útbúin og með búnað til að rata á upphafsstað (og kunna á hann)
Verðlaun:
Fyrir utan geggjað form, gleði og uppákomur eru geggjuð M7 fjallahlaupagleraugu í boði fyrir fyrstu tvö (karl og kona) sem klára að “klukka” pallinn 100 sinnum (sannað með
Strava). Einnig vegleg úrdráttarverðlaun fyrir alla þá sem klára 100 tinda á árinu.
M7?
https://methodseven.com/m7trail/
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Úlfarsbraut, 113 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring: