Advertisement
ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1974Í ár eru 150 ár liðin frá þjóðhátíð Íslendinga 1874. Hún var haldin til þess að minnast 1000 ára byggðar í landinu. Dönsk stjórnvöld notuð tækifærið og veittu Íslendingum stjórnarskrá sem Kristján 9. konungur „færði“ Íslendingum. Margar gjafir og heillaóskir bárust þjóðinni. Þekktust er gjöf Kaupmannahafnarborgar, styttan af Thorvaldsen með gyðju Vonar.
GJÖF SEM MARKAÐI TÍMAMÓT
Styttan var gefin með bréfi dags. 7. ágúst 1874 og afhjúpuð með viðhöfn á Austurvelli á afmælisdegi höfundarins 19. nóvember 1875. Styttan var fyrsta útilistaverki á Íslandi og markaði tímamót í listum á Íslandi og í sögu skipulags Reykjavíkur.
Eiríkur G. Guðmundsson er sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður. Hann hefur rannsakað þjóðhátíðina 1874 og aðdraganda gjafar Kaupmannahafnarborgar. Það eru einkum skjöl í skjalasafni þeirrar borgar sem varpa ljósi á hvernig ákvörðunina bar að og hvaða atburðir tóku við í kjölfar hennar. En þá hófst margra mánaða atburðarás með margvíslegum áskorunum. Fjölmargir fagmenn og verktakar léku þar hlutverk.
Átti að gefa Íslendingum eintak úr marmara eða bronsi?
Hvar átti styttan að standa?
Hvar átti að búa til fótstallinn? Hvað átti að standa á honum? Hvað með flutning á styttunni?
Í ljós hefur komið afar áhugaverð og spennandi saga sem að mestu gerist í Kaupmannahöfn.
Viðburðir vegna 150 ára afmælisins
Eiríkur hefur unnið með Thorvaldsenssafni í Kaupmannahöfn og Listasafni Reykjavíkur að viðburðum til þess að minnast þessara tímamóta. Listasafn Reykjavíkur hélt málþing um Thorvaldsen í ágúst. Ofangreint erindi var fyrst flutt þar. Thorvaldsenssafn í Kaupmannahöfn opnar sérsýningu af þessu tilefni á afmælisdegi listamannsins 19. nóvember í ár.
Fyrirlesturinn „Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldsen“ er öllum opinn.
Boðið verður upp á kaffi og heitar eplaskífur.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Øster Voldgade 12, 1350 Copenhagen, Denmark, Øster Voldgade 12, 1350 København K, Danmark,Copenhagen, Copenhagen , Denmark