Advertisement
Þessir persónulegu og hjartnæmu tónleikar Þórs Breiðfjörð hafa átt sérstakan sess í hjarta margra Íslendinga í gegnum árin og platan “Jól í stofunni” hljómar víða dagana fyrir jól. Í ár skal fagnað tvöfaldri útgáfu af áðurnefndri plötu: vínylplötu í númeruðu og árituð upplagi ásamt glæsilegri endurútgáfu á upphaflega geisladisknum sem var orðinn uppseldur.Með Þór eru Jón Rafnsson, Kjartan Valdemarsson og Ásgeir Ásgeirsson; allir meðal okkar virtustu djasstónlistarmanna. Auk djassgítarsins er aldrei að vita nema Ásgeir bregði sem fyrr á leik með strengjahljóðfærum frá botni Miðjarðarhafs í völdum lögum. Kjartan lætur að sjálfsögðu flygilinn tala og aldrei að vita hvað fleira hann grípur í. Saman er þetta tríó af tónlistarkempum troðfullur jólapakki af taumlausri spilagleði og hafa fjórmenningarnir, með Þór við hljóðnemann, skapað fallega og afslappaða stemmingu um hver jól ... þótt einhver uppátæki séu hugsanlega ekki langt undan.
Sérstakur gestur er sonur Þórs, Kristinn Breiðfjörð, en þeir feðgar sungu saman í fyrsta sinn á tónleikum í fyrra. Það vakti mikla undrun og kátínu síðastliðin jól að Kristinn faldi sig í risastórum jólapakka í 40 mínútur áður en hann spratt fram og söng. Hver veit hvað gerist í ár.
Þór Breiðfjörð – söngur/vocal
Ásgeir Ásgeirsson– gítar/guitar
Kjartan Valdemarsson – píano/piano
Jón Rafnsson – kontrabassi/doublebass
Þór breytir til og verður í hjarta borgarinnar við Tjörnina í ár; í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fríkirkjan við Tjörnina, Fríkirkjuvegi 5,Reykjavík, Iceland
Tickets